Í þessu ævintýri, sem Þorsteinn lætur gerast á Indlandi, takast á tveir heimar og ólíkar lífsskoðanir. Þegar Sjatar konungur giftist Sónaide drottningu virðist ekkert geta grandað slíkri ást sem þau bera hvort til annars, en annað á eftir að koma á daginn. Án þess að ætla sér það verða Sjatar og hans stjórnunarhættir til þess að Sónaide, ástin hans, lætur lífið. Sorgin vekur upp nýjan og breyttan mann í Sjatari og nú er að sjá hvort hann fær endurheimt ást sína, enda ekkert óhugsandi í góðum ævintýrum. Verkefnin eru miðuð við 5.-7. bekk.