Samfélagsgreinar | Skólavefurinn

Um síðuna: samfélagsgreinar

Á þessa síðu höfum við safnað saman öllu efni okkar sem fellur undir yfirheitið samfélagsgreinar, en það er í grunninn samfélagsfræði, saga, landafræði og þjóðfélagsfræði. Erum við þessa dagana að vinna að stórum verkum í öllum þessum námsgreinum og stefnum að því að bjóða upp á heildstætt námsefni í öllum bekkjardeildum innan skamms.

SAGA

Heimastjórnin

Hér er á ferðinni heildstætt námsefni um sögu sem tekur fyrir tímabilið frá aldamótunum 1800 og fram að því að Íslendingar öðluðust svonefnda heimastjórn.  Margskipt efni sem unnið er útfrá markmiðum aðalnámskrár í sögu fyrir 8.–10. bekk. ... halda áfram

Sölvi Helgason: Óblíð örlög listamanns á erfiðum tímum

Um er að ræða námsefni sem hentar vel með námsefninu um heimastjórnina. Efnið speglar svolítið annan raunveruleika sem er engu síður mikilvægur og kallað er eftir í námskrá. Í námskrá segir að nemendur  eigi að afla ,,sér upplýsinga úr ritum, af myndum og Netinu um lífshlaup, þjóðfélagsstöðu, verk og einkenni einstakra listamanna og hópa þeirra." Í þeirri upptalningu er minnst á Sölva Helgason. Enn sem komið er er efnið einungis í útprentanlegri útgáfu (27 bls.) en upplesin vefútgáfa bætist við innan skamms. ... halda áfram

Námsefni í sögu eftir Halldór Ívarsson

Hér er hægt að sækja heilsteypt námsefni í sögu á unglingastigi í fimm kennsluheftum eftir Halldór Ívarsson. Efnið var upphaflega unnið sem glósur en getur hæglega nýst sem sjálfstætt námsefni. ... halda áfram

Úr sveit í borg: Vinnubók

Bókin Úr sveit í borg er víða kennd í 8. bekk og við bjóðum upp á vandaða vinnubók eftir Halldór Ívarsson sem unnin er með hliðsjón af henni og Aðalnámskrá.  Er bókin hér í fjórum hlutum sem saman telja 40 blaðsíður. Er annars vegar um að ræða nemendabók og hins vegar kennarabók með lausnum.  ... halda áfram

Sjálfstæði Íslendinga 1 og 2: Vinnubækur

Sjálfstæði Íslendinga eftir Gunnar Karlsson er enn kennd víða í skólum enda góð bók sem hélt ágætlega utan um þá sögu sem hún sagði. Við bjóðum því enn upp á vinnubækur sem fylgdu bókum 1 og 2. ... halda áfram

Tímalínur

Tímalínur geta verið gagnlegar til að læra sögu. Það að þær séu notaðar sem heildstætt námsefni er á margan hátt freistandi og býður upp á marga möguleika. Við bjóðum upp á þrjár tímalínur með verkefnum sem við hvetjum alla til að nýta sér hvort heldur kennara eða einstaklinga sem vilja fá betri innsýn inn í sögu lands og þjóðar. ... halda áfram

Snorri Sturluson og Sturlungaöldin

Í námskrá er skráð að nemendur eigi  að geta skoðað íslenskt miðaldasamfélag í ljósi kunnugs einstaklings, t.d. Snorra Sturlusonar, Guðmundar biskups góða eða Guðríðar Þorbjarnardóttur. Þetta hefti tekur fyrir ævi Snorra Sturlusonar og allt þar til Íslendingar lenda undir vald Noregskonungs árið 1262. Heftið telur 29 blaðsíður með góðum verkefnum. Efnið er í útprentanlegri útgáfu (27 bls.) og upplesin vefútgáfa bætist við innan skamms. ... halda áfram

Íslandssaga: tímabilið milli 1000-1200

Hér getið þið nálgast 33 blaðsíðna leshefti sem spannar umrætt tímabil Íslandssögunnar. ... halda áfram

Sögufrægir Íslendingar og Fólk í sögunni

Hér bjóðum við upp á stutt æviágrip valinkunnra einstaklinga. Sögufrægir Íslendingar býður upp á æviágrip Íslendinga en Fólk í sögunni geymir æviágrip erlendra einstaklinga. Persónurnar eru frá ýmsum tímum og verður nýjum nöfnum bætt við reglulega. Tilvalið að nota efnið í hópkennslu eða sem viðbót við annað efni. ... halda áfram

Merkir dagar

Það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hvað býr að baki þeim dögum sem við höldum upp á. Við bjóðum upp á efni á fjórum blöðum um 1. maí. Hann er alþjóðlegur baráttudagur verkamanna, en það hefur ekki alltaf verið svo. Það var í raun ekki fyrr en árið 1889 að þessi dagur varð helgaður verkamönnum og á Íslandi fóru menn ekki að halda upp á hann fyrr en mun síðar. ... halda áfram

SAMFÉLAGSFRÆÐI

Sveitastörf fyrr á öldum

Efnið er unnið upp úr þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Kaflaheitin í fyrra heftinu eru: Túnvinna, sauðburður, rúning, fráfærur og önnur verk. Seinna heftið fjallar svo um smalaferðir, sel, grasvinnu og fl. Þetta er efni sem hentar nemendum alveg frá 4. – 5. bekk og upp úr. Mikilvægt efni til að tengja inn í fortíðina. ... halda áfram

Hellisbúinn: samþætt samfélagsfræði, ritun og myndmennt

Þetta efni sameinar þrjár námsgreinar, myndmennt, ritun og samfélagsfræði, en rík áhersla er lögð á það í námsskránni að samþætta hinar ýmsu námsgreinar. Er hér á ferðinni bæði vandað námsefni og skemmtilegt, sem enginn kennari ætti að láta framhjá sér fara. Efnið hentar vel nemendum í yngri bekkjardeildum (1.-4. bekk). ... halda áfram

Landnámið: Fundur Íslands

Í Aðalnámskrá í samfélagfræði er talað um að nemendur eigi strax í fyrsta bekk að tileinka sér frásagnir af landnámsmönnum og þekkja nöfn nokkurra. Það eigi síðan að byggja ofan á það í næstu bekkjum. Hér fyrir neðan finnið þið frásagnir af fundi Íslands, þar sem búið er að laga textann að yngri nemendum. Góð verkefni fylgja með. Þá er einnig boðið upp á sama námsefni á vefsíðu í mjög skemmtilegri og aðgengilegri útgáfu. ... halda áfram

Skólabókin mín

Hér er um að ræða 47 blaðsíðna bók fyrir þá sem eru að hefja skólagöngu. Viðfangsefnið er nemandinn og nánasta umhverfi hans. Nóg af verkefnum. Efnið hefur töluvert verið notað í stuðningskennslu. ... halda áfram

LANDAFRÆÐI

Almenn landafræði eftir Halldór Ívarsson

Efni sem upprunalega var útbúið sem grunnur (glósur) fyrir samræmt próf, en stendur fyllilega fyrir sínu sem grunnnámsefni. Þá er einnig hægt að sækja vinnubók úr efninu. ... halda áfram

Landafræði handa unglingum 1. hefti: Vinnubók

Vinnubókin skiptist í tvo hluta, annars vegar nemendahluta og hins vegar kennarahluta sem inniheldur svör við verkefnunum. ... halda áfram

Heimur í hnotskurn

Hér er hægt að nálgast námsefni um valin lönd með góðum verkefnum. Eins og alltaf er bæði hægt að nálgast efnið í vefútgáfu og sérútbúinni prentútgáfu. ... halda áfram

Á leið um landið: Perlur Íslands

Hér er hægt að nálgast áhugavert efni um valda staði á Íslandi, minnisvörða, söfn, kirkjur og annað sem hægt er að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið. Oft er það nefnilega svo að við gefum ekki nægilega mikinn gaum að því sem verður á vegi okkar. Efnið er aðgengilegt í vefútgáfu og einnig til útprentunar. ... halda áfram

Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen

Er hér um sígilt öndvegisrit að ræða sem þrátt fyrir að koma fyrst út árið 1881 býr yfir miklum og gagnlegum fróðleik sem margur á enn við í dag. Þegar Lýsing Íslands kom fyrst út árið 1881 þótti um tímamótaverk að ræða, en verkið tók Þorvald margra ára rannsóknir oft við erfiðar aðstæður. Tekur hann fyrir flest það er að landinu snýr og gagnlegt er að vita. Bókin er sett upp sem vefsíða, en hægt er að sækja hvern kafla útprentaðan með góðum verkefnum. Í réttu samhengi má hæglega nota þetta valda kafla sem grunnnámsefni um landafr... halda áfram

Grímseyjarlýsing eftir séra Jón Norðmann.

Áhugavert efni um Ísland sem byggir á Grímseyjarlýsingu séra Jóns Norðmanns frá því um 1850, en hann var prestur þar frá 1846-1849. Er hér um ómetanlega heimild að ræða og ekki bara um Grímsey ef út í það er farið, því hún endurspeglar um margt almenn viðhorf og líf fólks á Íslandi á þeim tíma. Höfum við sett efnið fram með verkefnum til að auðvelda fólki að festa innihaldið betur í minni. Myndir sem fylgja efninu eru flestar teknar af Friðþjófi Helgasyni. Hægt er að sækja alla kafla útprentanlega með góðum verkefnum af forsíðu. ... halda áfram

Samfélagsgreinar

Heimur í hnotskurn: Kasmír

Lega
Kasmír liggur á svæði sem lýtur stjórn þriggja ríkja: Indlands, Pakistans og Kína. Sá hluti sem lýtur stjórn Indlands er nyrst á Indlandi, Kína hlutinn er vestast í Kína og Pakistan hlutinn í Austur-Pakistan.

Stærð
Rúmlega 220.000 km2 (rúmlega tvisvar sinnum stærra en Ísland)

Heimur í hnotskurn: Saudí Arabía

Lega
Austurlönd nær. Á landamæri að Yemen í suðri, Óman í suðri og austri, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Qatar í austri, en Kúwait, Írak og Jórdaníu í norðri.

Stærð
1.960.582 km2 (Næstum því 20 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Úrkoma lítil. Mikill munur getur orðið á hita og kulda. Sandstormar algengir.

Heimur í hnotskurn: Líbería

Lega
Vesturströnd Afríku. Landamæri liggja að Sierra Leone, Gíneu og Fílabeinsströndinni.

Stærð
Rúmlega 111 þúsund ferkílómetrar (örlítið stærra en Ísland)

Heimur í hnotskurn: Fílabeinsströndin

Lega
Vesturströnd Afríku. Fílabeinsströndin liggur við Gíneu-flóa og á landamæri að Líberíu, Gíneu, Malí, Burkina Faso og Ghana.

Stærð
Rúmlega 322 þúsund ferkílómetrar (rúmlega þrisvar sinnum stærri en Ísland)

Heimur í hnotskurn: Eþíópía

Lega
Austur-Afríka, vestan við Sómalíu.

Stærð
1.127.127 km2 (rúmlega 11 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Monsún-hitabelti, loftslag breytilegt eftir landsvæðum. 

Mannfjöldi
65.891.874 (júlí 2001)

Þjóðflokkar
Oromo 40%, Amhara og Tigre 32%, Sidamo 9%, Shankella 6%, Somali 6%, Afar 4%, Gurage 2%, aðrir 1%

Heimur í hnotskurn: Írak

Lega
Mið-Austurlönd. Landið liggur við Persaflóa og á landamæri að Kuwait og Saudi Arabíu í suðri, Jórdaníu og Sýrlandi í vestri, Tyrklandi í norðri og Íran í austri.

Stærð
437.072 km2 (rúmlega 4 sinnum stærra en Ísland)

Heimur í hnotskurn: Afganistan

Lega
Suður-Asía, norður og vestur af Pakistan, í austur frá Íran. Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadjíkistan eiga landamæri að Afganistan í norðri, en Kína í austri.

Stærð
647,500 km2 (rúmlega 6 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Þurrt; kaldir vetur og heit sumur.

Mannfjöldi
26.813.057 (júlí 2001)

Heimur í hnotskurn: Pakistan

Lega
Suður-Asía, norður og vestur af Pakistan, í austur frá Íran. Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadjíkistan eiga landamæri að Afganistan í norðri, en Kína í austri

Stærð
647,500 km2 (rúmlega 6 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Þurrt; kaldir vetur og heit sumur.

Mannfjöldi
26.813.057 (Júlí 2001)

Síður

Subscribe to RSS - Samfélagsgreinar