Tungutak II er vinnubók í íslensku á unglingastigi grunnskólans ásamt Tungutaki I og Tungutaki III. Tungutak er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Í Tungutaki er um að ræða afar fjölbreytileg verkefni, ekki aðeins í málfræði og stafsetningu, heldur einnig og ekki síður í almennri málnotkun og framsetningu texta. Stílfræðileg atriði eru rædd ásamt hugtökum í bókmenntafræði og bragfræði.
Efninu er ætlað að glæða áhuga ungmenna á íslensku máli og menningu og styrkja þá í að ræða um tungumál og texta með hjálp lykilhugtaka í málfræði.