Námsefni þetta er einkum hugsað fyrir miðstig grunnskólans, frá 4. og upp í 7. bekk. Er það fyrst og fremst ætlað sem þjálfunarefni í lestri og lesskilningi með það fyrir augum að þjálfa nemendur í að lesa bækur með gagnrýnum hætti og kafa í orð og skilning á þeim.
Þó svo að sagan sé einföld á yfirborðinu er þar margt sem vert er að skoða betur og hægt er að heimfæra upp á mannfólkið og aðstæður þess. Í sögunni ERU mörg orð sem krakkar gætu þurft nánari skýringu á og höfum við komið skýringunum fyrir í vefútgáfunni. Sagan er bæði skemmtileg og áhugaverð og gefur nemendum innsýn í náttúruna á áhugaverðan hátt með beinni skírskotun í mannfólkið.
Hver kafli er upplesinn og ritunarspurningar úr sögunni fylgja hverjum kaflanum.