Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

8b

Sigurlín Bjarney Gísladóttur

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Eva er að flytja
í stærra og betra
Pétur í 2d
mun sakna hennar
mjólkurhvít húð
himnesk augu
Þorgeir í 7f feiminn
í lyftunni
gjóandi
Eva ætlar að snúa aftur
í ellinni
með útsýni
yfir bílastæðið
þarf engin grös
við gluggann
sér óléttar konur
setjast í bíla
næsta dag
barnabílstóll
þau spretta
fyrir augum
alltaf einhver
að koma
og fara
krakkaskarar á
hlaupum
Í ellinni mun hún ráfa um
og spyrja
í lyftunni
í búðinni í næsta húsi
með mjólkurpott í poka
„Hvert er allt þetta fólk
að fara?“

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1. Hver býr í 8b?
2. Hvaða breyting er að verða á högum Evu?
3. Af hverju er Eva að flytja?
4. Fáum við eitthvað að vita um útlit Evu?
4. Hvað finnst Pétri í 2d um að Eva skuli vera að flytja?
5. Hvernig er Þorgeir í 7f?
6. Hvað hyggst Eva gera í ellinni?
7. Höfum við einhverja hugmynd um hvernig Evu líður í blokkinni?
8. Hvað finnst þér um ljóðið, bæði form og innihald?