Skólavefurinn.is
www.skolavefurinn.is
Eva er að flytja
í stærra og betra
Pétur í 2d
mun sakna hennar
mjólkurhvít húð
himnesk augu
Þorgeir í 7f feiminn
í lyftunni
gjóandi
Eva ætlar að snúa aftur
í ellinni
með útsýni
yfir bílastæðið
þarf engin grös
við gluggann
sér óléttar konur
setjast í bíla
næsta dag
barnabílstóll
þau spretta
fyrir augum
alltaf einhver
að koma
og fara
krakkaskarar á
hlaupum
Í ellinni mun hún ráfa um
og spyrja
í lyftunni
í búðinni í næsta húsi
með mjólkurpott í poka
„Hvert er allt þetta fólk
að fara?“
www.skolavefurinn.is