Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Um efnið

Ljóðasafnarinn eru þrjár lifandi ljóðabækur fyrir alla þá sem unna fallegum kveðskap.  Þegar við tölum um að bækurnar séu lifandierum við að vísa til þess að stöðugt bætast ný ljóð við í bækurnar, í það minnsta eitt í hverjum mánuði. 

Bækurnar eru þó ekki bara safn af fallegum ljóðum því við hugsum þær fyrst og fremst sem stuðningsleið fyrir unga lesendur inn í heim ljóðanna, þennan galdraheim tungumálsins sem bæði þroskar almenna málvitund og eflir lesskilning.  Það er mikilvægt að ungt fólk læri að lesa ljóð og að njóta þeirra.  Ljóð hafa á undanförnum áratugum glatað aðdráttarafli sínu og í dag lesa fáir ljóð sér til skemmtunar. Kannski er það ósköp eðlileg þróun því flest á sér sinn tíma. 

Hverju ljóði fylgja góðar útskýringar á manna máli (umræða) þar sem farið er yfir líkingar, umhverfi, almennar skýringar og annað sem við teljum áhugavert í ljóðunum yfirleitt. Þá fylgja öllum ljóðunum verkefni sem hafa það að leiðarljósi að auka skilning lesendanna á ljóðinu.

Má segja að umræðuhlutinn ásamt með aðferðahlutanum þjóni sem nokkurs konar kennsluleiðbeiningar, en í liðnum sem við köllum aðferð bendum við á leiðir til að vinna með ljóðin.  Höfum við reynt að hafa þennan þátt nokkuð opinn og fjölbreyttan alveg eins og ljóðin sjálf.