Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Brot

Ólína Andrésdóttir

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Allir kunna að brosa, þó augun felli tár,
allir reyna að græða sín blæðandi sár,
alltaf birtist gleðin þó eitthvað sé að,
allir þekkja ástina, undarlegt er það.
Maðurinn er steyptur úr misjöfnum málm,
maðurinn á skylt við hinn blaktandi hálm.
Maðurinn er knörr, sem klýfur ölduföll,
kraftur, sem rís hátt eins og gnæfandi fjöll.
Maðurinn er vetur með myrkur og tóm,
maðurinn er sumar með geisla og blóm,
maðurinn er ljósbrigði, mikil og tvenn,
maðurinn er tími og eilífð í senn.

 

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1. Hvað kunna allir?
2. Hvað reyna allir að gera?
3. Hvað birtist alltaf?
4. Hvað þekkja allir?
5. Ef hálmur er það sama og hálmstrá, hálmgresi – hvers vegna er manninum líkt við það?
6. Sýndu með dæmi úr ljóði Ólínu að jafnvel í einum og sama manninum geti búið miklar andstæður. 
7. Hvaða skilning leggur þú í síðustu braglínuna?