Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Hamingjan er sem hafið

Jónas Guðlaugsson

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Hamingjan er sem hafið,
hjúpað af sólarglóð,
dreymir að djúpið hylji
dýran og fágætan sjóð.
 
Hamingjan er sem hafið
er hlustar á stormsins óð,
gjálfrar og glymur og veltist
og gleymir þeim dýra sjóð.
 
Hamingjan er sem hafið,
‒ guð hjálpi þér veika mær!
Það djúp, er þann dýrgrip geymir
er dýpra´ en vor löngun nær.

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1. Hvaða líkingu notar höfundurinn út í gegnum ljóðið?
2. Hvaða persónulegu eiginleika gefur höfundurinn hafinu?
3. Af hverju biður höfundur guð að hjálpa hinni veiku mey?
4. Hvar eru stuðlar og höfuðstafir í fyrsta erindinu?
5. Útskýrðu með eigin orðum hvaða hugmynd höfundur hefur um hamingjuna.