Skólavefurinn.is
www.skolavefurinn.is
Hamingjan er sem hafið,
hjúpað af sólarglóð,
dreymir að djúpið hylji
dýran og fágætan sjóð.
Hamingjan er sem hafið
er hlustar á stormsins óð,
gjálfrar og glymur og veltist
og gleymir þeim dýra sjóð.
Hamingjan er sem hafið,
‒ guð hjálpi þér veika mær!
Það djúp, er þann dýrgrip geymir
er dýpra´ en vor löngun nær.
www.skolavefurinn.is