Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Kona

Ingibjörg Haraldsdóttir

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
‒ kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.
 
Það bregst ekki.

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1. Hvað gerir konan í ljóðinu?
2. Hverjir eru það sem vega og meta vandmál heimsins?
3 Hver finnst þér vera lykilsetningin í ljóðinu?
4. Hvað er Ingibjörg að segja í ljóðinu?