Skólavefurinn.is
www.skolavefurinn.is
Hafið, bláa hafið hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
Svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni er haf og himinninn.
-----------
sjónarrönd: sjóndeildarhringur, þar sem himinn og haf mætast í fjarska.
sigla (hafa) beggja skauta byr: hafa vindinn beint aftan á bátinn þannig að hægt er að beita seglinu sitt á hvað báðum megin (eða – ef um tvö segl er að ræða – láta þau standa út af sitt hvorum megin; draumastaða farmannsins!
skaut: seglhorn á bát eða skipi
bauðst mér aldrei fyrr: þ.e. vindarnir hafa aldrei verið mér jafnhagstæðir og ljúfir.
stafn: fremsti hluti skips eða báts.
www.skolavefurinn.is