Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Sláttuvísur

Júlíana Jónsdóttir frá Akureyjum

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Hugsandi ég horfi á
hvað ég er að vinna,
saklaus hegg ég sundur strá;
síst er vægð að finna.
 
Ó, hvað nauðug læt ég ljá
lífi þeirra granda;
varnarlaus ei flúið fá,
falla þar sem standa.
 
Við erum eins og önnur strá,
enduðum lífs að fetum
fyrir dauðans föllum ljá,
flúið ekkert getum.
 
Hvarflar mér í huga þá
hitt, sem fæstir rækja,
hvenær dauðinn kuldastrá
komi mitt að sækja.

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1. Hvaða lýsingarorð notar Júlíana um stráin í fyrsta erindinu?
2. Hvað finnst henni um það sem hún er að gera?
3. Að hvaða leyti er mannfólkið eins og stráin?
4. Hverju er Júlíana að velta fyrir sér í síðasta erindinu?
5. Hverjir eru ljóðstafirnir (stuðlar og höfuðstafir) í fyrsta erindinu?