Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Sofðu, unga ástin mín

Jóhann Sigurjónsson

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Sofðu unga ástin mín,
‒ úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
 
Það er margt, sem myrkrið veit,
‒ minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.
 
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1.  Hvaða tilfinningu skynjum við í ljóðinu? Hvernig líður Höllu og hvaða vonir hefur hún um framtíð sína og barnsins?  Hvernig fáum við lesið það út úr ljóðinu?
2.  Hvaða gull er Halla að syngja um?
3.  Hvernig gætum við skýrt ljóðlínuna: Oft ég svarta sandinn leit / svíða grænan engireit? (Athugaðu fyrst bókstaflega merkingu en síðan má huga að táknrænni merkingu orðanna um svarta sandinn og græna engireitinn.)
4.  Hvað upplifa mennirnir?
5.  Úr hvaða leikriti er ljóðið?
6.  Hvenær var leikritið fyrst sýnt og hvernig voru viðtökurnar?
7.  Hvaðan er lagið sem oftast er sungið við ljóðið?