Skólavefurinn.is

Ljóðasafnarinn

Veldu stig

Til að mynda?

Jóhann S. Hannesson

Ljóð

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

Það eru engin takmörk fyrir því hvað menn

þykjast geta ályktað um skoðanir eins skálds

„af því sem í kvæðinu segir.“

Úr bréfi frá K. K.

Þessi langtómu hús
úr lélegri steypu
ég met þau hærra
(án minnstu sneypu)
en fólkið sem var þarna
fyrrum á lífi:
í eggsléttri sögunni
örlítið þýfi.

Verkefni

Skólavefurinn.is

www.skolavefurinn.is

1. Hvað ætli Jóhann eigi við með orðunum „langtóm hús“?
2. Hvers konar fólk virðist hafa búið í húsunum?
3. Hvað er orðið um þetta fólk?
4. Ef við lítum svo á að kvæði Jóhanns sé e.k. viðbrögð við fullyrðingu K.K., hvað getum við þá sagt um skoðun Jóhanns á húsunum og fólkinu?