Skólavefurinn.is
www.skolavefurinn.is
Vertu öllum gegn og góður,
gleddu bæði föður og móður;
þyki þér lífsins þungur róður,
þegar á þig hallar,
þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Sitji einhver hugar hljóður,
huggaðu þá, sem líða.
Hjartans kulda barnabrosin þíða.
Viljirðu sigra og verða mestur,
vinnst ei neinn á stríði frestur.
Þig ef stundum þrekið brestur,
þá er að vaka og biðja;
bænin er hin besta sálar iðja.
Sannleikurinn er sagna bestur,
svo að þér megi treysta.
Glæddu þennan guðdómlega neista.
gegn: traustur, mætur, nýtur
lífsins róður: lífsbaráttan (lífi mannsins er hér líkt við sjóferð: róður á úfnum sjó)
það hallar á einhvern: einhver er hlunnfarinn, hann fer halloka
hugar hljóður: með hljóðum hug, dapur
líða: þjást
þíða: bræða, taka frostið úr
vinnst ei neinn á stríði frestur: verður að hefja stíðið (baráttuna) tafarlaust
þig brestur (þrek): þig vantar, skortir (þrek)
iðja: (hér) starf
www.skolavefurinn.is