Canterville-draugurinn eftir Oscar Wilde er ný lestrarbók sem hugsuð er fyrir miðstig og efri bekki grunnskóla til að þjálfa nemendur í lestri, lesskilningi og lesrýni.
Sagan er einkar skemmtileg og áhugaverð og hefur notið mikilla vinsælda nánast frá því hún kom fyrst út í bók árið 1891 og fram á daginn í dag.
Við höfum útbúið hana í nokkrum útfærslum allt eftir því hvað hentar hverjum einum. Þá er fylgja sögunni fjöldi verkefna bæði til útprentunar og gagnvirk. Kynnið ykkur allt sem fylgir efninu hér fyrir neðan.
Sagan hefur ekki verið þýdd á íslensku áður, en hér birtist hún í glænýrri þýðingu Aðalsteins Magnússonar.
Flettibók (smellið hér)