Skólavefurinn | með gerð námsefnis á netinu

Nýjar fréttir - New

Veistu svarið er frábær nýr gagnvirkur spurningaleikur sem hentar vel fyrir allar tölvur og síma :)

Við á Skólavefnum bjóðum nú upp á kennslumyndbönd þar sem Fjalar stærðfræðikennari fer yfir samræmda prófið í stærðfræði fyrir 10. bekk frá því í fyrra. Áður voru komin kennslumyndbönd við prófin frá 2012 og 2013.

Við bjóðum uppá nýjan vef þar sem öll helstu atriði stærðfræðinnar eru skýrð út á  einfaldan og aðgengilegan máta á myndbandi.  Myndböndin eru stutt, að meðaltali 4 – 5 mínútur.  Þá fylgja öllum myndböndum góð útprentanleg þjálfunardæmi með lausnum. Frábært efni fyrir þá sem vilja bæta árangur sinn í stærðfræði.

Við bjóðum upp á nýtt og spennandi forrit í stafsetningu fyrir lengra komna sem hentar öllum tölvum og spjaldtölvum auk flestra snjallsíma.  Efnisþáttum er skipt niður eftir því hvað hvað hver og einn vill þjálfa sig í.  Framsetningin er einföld og þægileg. Þið fáið setningu sem þið lesið og/eða hlustið á upplesna.  Setningin hverfur svo en birtist aftur og þá er búið að taka burt eitt orð úr henni. Þið eigið að skrifa það orð í þar til gerðan reit fyrir neðan.  Þegar þið hafið skrifað orðið rétt birtist önnur setning og svo framvegis.  Efnið er nokkuð þungt og einkum hugsað fyrir efstu bekki grunnskólans og framhaldsskólanema.  Hentar t. a. m. vel fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir framhaldsskólann.

Stafsetning fyrir lengra komna er handhæg leið til að þjálfa sig í stafsetningu.  Eins og mörg önnur af nýjustu forritum okkar hér á Skólavefnum heldur það utan um niðurstöður nemenda og þeir kennarar sem skráð hafa netföng nemenda sinna hjá okkur geta nálgast þar upplýsingar um árangur nemenda og séð hverjir hafa lokið hvaða æfingum.  Er t. a. m. upplagt að setja nemendum fyrir ákveðið atriði til heimanáms og sér þá kennari strax hverjir hafa gert æfinguna og hvernig þeim gekk.  Samtals eru þarna um  700 orð til að vinna með og við stefnum að því að bæta fleiri æfingum inn fljótlega.  Hvetjum við alla til að kynna sér þetta nýja skemmtilega forrit.

Jólasíða Skólavefsins

Lesklikk er skemmtileg og áhrifarík leið til að þjálfa lesskilning. Textarnir eru ætlaðir nemendum á mótum miðstigs og unglingastigs. Nemandinn þarf ekki að „pikka“ nein svör, heldur einungis að smella á svarið í textanum sjálfum.

Jafnframt því að vera til þjálfunar lesskilnings er þeim ætlað að fræða nemendur um ýmis samfélagsleg, söguleg og bókmenntaleg efni. Ætlunin er síðan að bæta fleiri textum við, bæði léttari og meira krefjandi, þannig að efnið hæfi að lokum öllu grunnskólastiginu.

Við erum þessa dagana að vinna að efni fyrir yngri bekkina, bæði gagnvirkt og til útprentunar, en mikið er um það spurt.  Nú bjóðum við upp á nýtt áhugavert efni sem við köllum einfaldlega Orðapikk.  Það felst í því að nemendur hlusta á orð og fá mynd sem tengist því og eiga svo að skrifa það.    Er þetta einföld en jafnframt mjög skilvirk leið til að þjálfa nemendur í stafsetningu.  Við munum bæta inn nýjum orðum reglulega. 

Nú höfum við bætt við fleiri liðum inn í málfræðiklikkið okkar, en eins og með nafnorðin skipta æfingarnar tugum.  Já, það er gott að geta þjálfað sig í völdum afmörkuðum málfræðiatriðum á  þægilegan og aðgengilegan hátt.  Þú smellir einfaldlega á  þau orð sem þú telur að falli undir  það sem þú ert að leita að hverju sinni.  Það getur ekki verið einfaldara.  Athugið að efnið er fyrst og fremst hugsað gagnvirkt en svo er líka hægt að prenta það út. 
Komnar yfir 160 æfingar, bæði gagnvirkt og til útprentunar.

Við erum þessa dagana að vinna að nýrri bókalínu sem er einkum hugsuð fyrir nemendur í 3. – 4. bekk.  Er um að ræða stuttar lesbækur með góðum og fjölbreyttum verkefnum sem taka mið af því sem kveðið er um í námskrá í íslensku fyrir viðkomandi aldurshópa.  Fyrsta bókin í þessum flokki  fjallar um hinn kunna konung Artúr sem sagan segir að hafi ríkt í Englandi á 6. öld.

Bókin sem telur 21 blaðsíðu skiptist í 5 kafla og er hægt að prenta hana út beint af vefnum, en ef óskað er eftir því er hægt að kaupa hana útprentaða hjá okkur.

Þá er einnig hægt að og nálgast bókina sem rafbók á vefnum okkar, en sú útgáfa fellur að öllum tölvum og flestum snjallsímum. Þar er einnig hægt að hlusta á hana upplesna.

Nú er komin bók 2 í ritröðinni Stafir og orð.  Eins og með fyrri bókina er hægt að nálgast hana í  flettibók sem hentar vel fyrir skjávarpa og í sérstakri útgáfu til útprentunar þar sem hver kafli er í sér skjali.  Þá er að sjálfsögðu hægt að panta heftið  í bóksölu okkar.  Efnið má nota bæði sem viðbótarefni með öðru námsefni eða sem lykilefni. 

Oft getur verið verið erftt að teikna upp skýringar á töflu. Það bæði tekur tíma og er ekki öllum gefið að teikna slíkar skýringar svo vel sé.  Nú bjóðum við upp á nýja síðu þar sem þið getið nálgast ýmiss konar skýringar og stuðningsmyndir til að hjálpa ykkur í kennslustofunni. Kennir þar margra gras og um að gera að prófa sig áfram. Efnið á síðunni er unnið af Árna Jóni Hannessyni kennara við Varmárskóla.  Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því að efnið er allt unnið Flash, en ekki allar tölvur og snjallsímar styðja það.   

Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir nýju kjörbókarsíðunni okkar og nú er hún komin í loftið.  Þar höfum við tekið saman bækur sem henta vel sem kjörbækur eða í samlestur.   Allar bækurnar fást í bóksölu okkar á sérstöku vildarverði og þá er hægt að nálgast margar þeirra sem rafbækur á lestu.is og upplesnar á hlusta.is.  Síðan er í stöðugri endurnýjun og munum við bæta nýju efni inn reglulega, bæði nýjum bókum og verkefnum við þær sem fyrir eru. 

Krakkagaman er nýr flokkur vinnubóka sem samanstendur af 12 þematengdum vinnubókum með fjölbreyttu úrvali vinnublaða.