Nýjar fréttir - New

Nýtt þjálfunarefni í íslensku og stærðfræði fyrir samræmdu prófin 22.-26. september.

Krakkagaman er nýr flokkur vinnubóka sem samanstendur af 12 þematengdum vinnubókum með fjölbreyttu úrvali vinnublaða.

Við  kynnum í dag nýtt efni til að þjálfa lestur og lesskilning sem við köllum lestrarkassann(Gagnvirkt og til útprentunar)

Við bjóðum uppá nýjan vef þar sem öll helstu atriði stærðfræðinnar eru skýrð út á  einfaldan og aðgengilegan máta á myndbandi.  Myndböndin eru stutt, að meðaltali 4 – 5 mínútur.  Þá fylgja öllum myndböndum góð útprentanleg þjálfunardæmi með lausnum. Frábært efni fyrir þá sem vilja bæta árangur sinn í stærðfræði.

Við höfum að undanförnu verið að uppfæra og bæta við hugtakaskýringarnar í bókmenntum og ljóðum og eru þær nú orðnar yfir 70 í allt.  Þarna má finna einfaldar og aðgengilegar skýringar á flestu því sem nemendur þurfa að kunna skil á í grunnskóla og ofar.  Er gott að geta gripið til slíkra skýringa þegar aðstæður kalla eftir því, hvort heldur er verið að fjalla um allegoríu, beina mynd, félagslegt raunsæi eða eitthvað annað. 

Nú eru kennarar og nemendur 10. bekkjar farnir að huga að samræmda prófinu í íslensku sem að þessu sinni verður þreytt undir lok september. Þar er töluvert prófað í textaskilningi og því bjóðum við nú upp á einfalt og gagnlegt þjálfunarefni í hlustun byggt á skáldsögunni Eiríkur Hansson eftir Jóhann Magnús Bjarnason.

Í dag bjóðum við upp á nýjung sem við höfum kosið að kalla Orðaleikinn, en það er léttur og skemmtilegur leikur fyrir yngri nemendur að þjálfa sig í lestri og skrift.  Leikurinn felst í því að draga stafi í reiti og búa þannig til orð.  Til að byrja með bjóðum við upp á stafrófstengd orð en munum færa út æfingarnar jafnt og þétt. En sjón er sögu ríkari og um að gera að vinda sér í leikinn ekki seinna en strax.  Einfaldleikinn er í fyrirrúmi.  Við viljum vekja athygli á...

Kynntu þér...

Sjáðu þetta

Á þessari síðu bjóðum við upp á valið þj&

Sagan af Labba pabbakút eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er afar skemmtileg saga og h

Áhugavert námsefni :)

Umgjörðin utan um efnið er sagnfræ...

Efnið er þannig uppsett að hægt er a...

Leskafli eftir Per Jespersen með verkefnum og sv...

Þjálfið ykkur í dönsku og aukið orðaforðann með dönskum...