Nýjar fréttir - New

Oft getur verið verið erftt að teikna upp skýringar á töflu. Það bæði tekur tíma og er ekki öllum gefið að teikna slíkar skýringar svo vel sé.  Nú bjóðum við upp á nýja síðu þar sem þið getið nálgast ýmiss konar skýringar og stuðningsmyndir til að hjálpa ykkur í kennslustofunni. Kennir þar margra gras og um að gera að prófa sig áfram. Efnið á síðunni er unnið af Árna Jóni Hannessyni kennara við Varmárskóla.  Af gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því að efnið er...

Nú er komin bók 2 í ritröðinni Stafir og orð.  Eins og með fyrri bókina er hægt að nálgast hana í  flettibók sem hentar vel fyrir skjávarpa og í sérstakri útgáfu til útprentunar þar sem hver kafli er í sér skjali.  Þá er að sjálfsögðu hægt að panta heftið  í bóksölu okkar.  Efnið má nota bæði sem viðbótarefni með öðru námsefni eða sem lykilefni. 

Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir nýju kjörbókarsíðunni okkar og nú er hún komin í loftið.  Þar höfum við tekið saman bækur sem henta vel sem kjörbækur eða í samlestur.   Allar bækurnar fást í bóksölu okkar á sérstöku vildarverði og þá er hægt að nálgast margar þeirra sem rafbækur á lestu.is og upplesnar á hlusta.is.  Síðan er í stöðugri endurnýjun og munum við bæta nýju efni inn reglulega, bæði nýjum bókum og verkefnum við þær sem fyrir eru. 

Við bjóðum uppá nýjan vef þar sem öll helstu atriði stærðfræðinnar eru skýrð út á  einfaldan og aðgengilegan máta á myndbandi.  Myndböndin eru stutt, að meðaltali 4 – 5 mínútur.  Þá fylgja öllum myndböndum góð útprentanleg þjálfunardæmi með lausnum. Frábært efni fyrir þá sem vilja bæta árangur sinn í stærðfræði.

Krakkagaman er nýr flokkur vinnubóka sem samanstendur af 12 þematengdum vinnubókum með fjölbreyttu úrvali vinnublaða.

Við  kynnum í dag nýtt efni til að þjálfa lestur og lesskilning sem við köllum lestrarkassann(Gagnvirkt og til útprentunar)

Í dag bjóðum við upp á nýjung sem við höfum kosið að kalla Orðaleikinn, en það er léttur og skemmtilegur leikur fyrir yngri nemendur að þjálfa sig í lestri og skrift.  Leikurinn felst í því að draga stafi í reiti og búa þannig til orð.  Til að byrja með bjóðum við upp á stafrófstengd orð en munum færa út æfingarnar jafnt og þétt. En sjón er sögu ríkari og um að gera að vinda sér í leikinn ekki seinna en strax.  Einfaldleikinn er í fyrirrúmi.  Við viljum vekja athygli á...