Velkomin.
Á þessu örnámskeiði munum við rýna í söguna Sýður á keipum eftir Jón Trausta.
Leiðbeiningar:
Byrjið á því að lesa eða hlusta á söguna. Tengil í söguna (vefbók með upplestri) má finna hér fyrir neðan.
Að lestri loknum skuluð þið líta á ítarefnið sem fylgir námskeiðinu, en það skiptist í kort af sögusviðinu, umfjöllun um Dritvík, stutt æviágrip Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar), samtímagagnrýni á söguna, glæruskýringar og verkefnahefti. Tengla í allt ítarefnið má finna hér fyrir neðan.
Þá er komið að því að horfa á fyrstu umræðustundina, þar sem Baldur Hafstað prófessor og Ingólfur Kristjánsson ritstjóri Skólavefsins ræða um höfund og umhverfi sögunnar (sjá tengil hér til vinstri). Umræðustundirnar eru um 10 mínútna langar og þeim fylgja hugleiðingar það sem þar er fjallað um.
Svo gerið þið eins með hinar umræðustundirnar.