Krakkar | Skólavefurinn

Um krakkasíðuna

Á þessa síðu höfum við safnað saman efni sem hentar yngri notendum, eða krökkum á öllum aldri. Í grunninn höfum við skipt síðunni í tvennt. Annars vegar er gagnvirkt efni (vefsíður) og hins vegar er útprentanlegt efni (pdf). Boðið er upp á fjölda efnisflokka og mikið efni í hverjum, einkum í útprentanlega hlutanum. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér vel allt það efni sem hér er að finna. Þið og börnin munuð bara græða á því.

Gagnvirkir námsleikir og vefsíður

Allrahanda

Undir þennan lið höfum við fellt alla staka námsleiki og stakar vefsíður sem ekki eru til margar útfærslur á.  Þarna ægir saman leikjum sem þjálfa lestur og lesskilning, talnaskilning, stærðfræði, stafsetningu og margt fleira. Eru nú þegar komnir um og yfir þrjátíu leikir. ... halda áfram

Minnisleikir

Hér er hægt að nálgast fjölda þematengdra leikja þar sem þið getið þjálfað minnið og almenna rökhugsun, því vissulega er hægt að þjálfa það eins og allt annað.  Leikir af þessu tagi einskorðast hreint ekki við ákveðinn aldur, nema síður sé, því það er öllu fólki gott að þjálfa minnið. Það tapar enginn á því. Svo er líka svo gaman að reyna að ljúka leikjunum á góðum tíma. ... halda áfram

Orð og mynd

Leikurinn Orð og mynd er bæði gagnlegur og skemmtilegur en hann þjálfar fyrst og fremst lestur og almennan lesskilning.  Hægt er að nálgast fjöld leikja í þessum flokki. Leikirinir eru allir byggðir upp á sama hátt, nema hvað letrið og myndirnar eru stærri í sumum og auk þess færri myndir að glíma við. Höfum við raðað leikjunum þannig að þeir léttustu eru efst.    Þá vísar efsti tengillinn inn á yfirsíðu þessara leikja. ... halda áfram

Gagnvirk orðaleit eða stafarugl

Hér eigið þið að leita að orðum sem gefin eru upp neðst á síðunni í stafapakka. Orðin geta lesist afturábak, upp, niður og ská í allar áttir. Þegar þið hafið fundið orð smellið þið á fremsta stafinn, haldið músinni niðri og dragið út á enda orðsins. Ágætur leikur til að þjálfa lestur. (JAVA) ... halda áfram

Upplesnar flettibækur

Flettibækur eru skemmtileg nálgun þar sem reynt hefur verið að færa hefðbundna bók inn í tölvuna. Krakkarnir þurfa að fletta með músinni eins og um venjulega bók væri að ræða og svo skaðar ekki að hægt er að hlusta á sögurnar upplesnar. ... halda áfram

Upplesnar sögur í skemmtilegum vefbúningi

Öll börn hafa gaman að sögum og hér á þessari síðu getið þið nálgast alveg gríðarlega mikið safn af sögum fyrir börn á öllum aldri. Eru sögurnar mjög fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið nóg af sögum við sitt hæfi. Þá fylgja sögunum verkefni bæði í formi hugleiðinga sem ýta undir umræður og almennra spurninga.  Eru verkefnin mismunandi eftir sögum. Þá eru sögurnar miserfiðar eins og gengur og mislangar. Við bjóðum t.a.m. upp á sögur í nokkrum köflum, sbr. Sögur af Alla Nalla og Sagan Labba pabbakút, en flestar eru þó í e... halda áfram

Táknmálstengill

Táknmálstengillinn er heildstæð vefsíða þar boðið er upp á fjölbreytt efni sem tengist táknmáli, s.s. fræðslu, táknabanka, leiki og verkefni. ... halda áfram

Lífsleikni - Geimálfurinn frá Varslys

Skólavefurinn í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg býður ykkur upp á námsefnið Geimálfurinn frá Varslys, en það er námsefni í lífsleikni um slys og slysavarnir sem ætlað er fyrir nemendur í 4., 5. og 6. bekk. Á síðunni getið þið nálgast efnið sem hefur að geyma leshefti, verkefnablöð, glærur, myndbandsskeið o.fl. ... halda áfram

Stefanía stafastelpa (myndbönd)

Skemmtileg myndbönd þar sem Stefanía stafastúlka fer yfir stafina, tölurnar og litina á myndrænan og líflegan hátt. ... halda áfram

Útprentanlegt efni

Föndur

Föndur - Dagatöl

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast leiðbeiningar og dagatöl sem hægt er að prenta út og skreyta að vild. Hægt er að nota dagatölin á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur teikna myndir, velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni... Möguleikarnir eru óendanlegir. ... halda áfram

Stök föndurverkefni

Hér má finna fjölmargar skemmtilegar hugmyndir að föndurverkefnum af ýmsu tagi. ... halda áfram

Krakkagaman

Við kynnum við bókaflokkinn Krakkagaman sem samanstendur af stuttum útprentanlegum vinnubókum fyrir yngstu krakkana. Bækurnar eru þematengdar og það sem er sérstaklega áhugavert er að þær eru bæði á ensku og íslensku.  Hver bók telur um 10 síður. Ný bók mun bætast við í reglulega í vetur. ... halda áfram

Leikir og hreyfileikir

Leikir

Hér er að finna bæði hugmyndir að leikjum og leiki sem á að vinna beint á blað, s.s. völundarhús og fleira. ... halda áfram

Hreyfileikir

Hér er hefti sem Karl Guðmundsson tók saman og nefndi Leikir og leikrænar æfingar fyrir yngstu börnin. Það er í 7 skjölum. ... halda áfram

Leikskólamappan

Leikskólamappan er safn alls kyns verkefna sem á sínum tíma voru boðin í vikulegum skömmtum og hægt var að prenta út eftir hentugleika hvers og eins.  Voru 5 – 6 verkefni í hverjum pakka. Var um að ræða verkefni í föndri, þjálfunaræfingar í tölum og lestri, leikir og hvað eina. Pakkarnir eru yfir 150 talsins og það gerir tæplega 1000 verkefni. Ekki lítill verkefnabanki það.  ... halda áfram

Lesskilningsæfingar og þrautir af ýmsu tagi

Við erum alltaf að leita að góðu efni sem kveikir áhuga á lestri og eflir skilning hjá ungu fólki. Hér er boðið upp á fullt af áhugaverðu efni sem hugsað er til þess og er alltaf að bætast við nýtt efni. ... halda áfram

Litabækur með meiru

Litabækur eru góð leið til að þjálfa alls kyns færniþætti hjá börnum og þá finnst flestum börnum skemmtilegt að lita í slíkar bækur.  Hér er hægt að nálgast stuttar þematengdar litabækur til að leyfa börnunum að lita og þá vekjum við sérstaka athygli á því sem við köllum öðruvísi litabækur, en þar eiga börnin að bæta inn í myndirnar og lita svo. Það er um að gera að kynna sér vel það sem er í boði og svo bætum við reglulega við nýju efni. ... halda áfram

Málörvunaræfingar

Málörvun er mikilvæg fyrir lesþroska og rökhyggju hjá börnum.  Hér bjóðum við upp á valdar æfingar eða hugmyndir að málörvunaræfingum sem börn hafa bæði gagn og gaman af að glíma við. ... halda áfram

Stærðfræði og tölur

Hér er bjóðum við fjölbreytt úrval af alls kyns efni í stærðfræði fyrir unga og áhugasama stærðfræðinga. Oftast er um að ræða verkefni á einu blaði en svo viljum sérstaklega benda á sjö skjöl undir yfirheitinu Stubbastærðfræði en það er samfellt efni sem telur samtals 56 blaðsíður. Hér er á ferðinni vandað þjálfunarefni í stærðfræði fyrir yngstu krakkana þar sem grunnhugtök eru kynnt og brú byggð yfir í frekara nám. ... halda áfram

Sögur með verkefnum

Hér getið þið nálgast og prentað út aragrúa af skemmtilegum sögum sem allar eru með verkefnum sem miðast fyrst og síðast við það að örva áhugann og efla almennan skilning.  Margar af sögunum er einnig að finna á vefsíðum (sjá vefefni) og þar er hægt að hlusta á þær flestar upplesnar. Sögurnar henta vel til að upplestrar fyrir krakka og þá eru margar þeirra ágætar til þess að þjálfa lestrarhraða og færni. ... halda áfram

Valdar leiðir í myndsköpun

Myndsköpun er góð leið til að vinna með börnum.  Hér kynnum við fjölbreyttar leiðir til að vinna að myndsköpun sem eru einkum hugsaðar fyrir kennara og foreldra. ... halda áfram

Þemaverkefni

Hér er hægt að nálgast hugmyndir að völdum þemaverkefnum sem geta hentað bæði í leikskólum og  yngstu bekkjum grunnskóla. Þá geta foreldrar einnig útfært hugmyndirnar með börnum sínum.  ... halda áfram

Krakkasíðan - Um síðuna

Á þessa síðu höfum við safnað saman efni sem hentar yngri notendum eða krökkum á öllum aldri eins og við viljum kalla það. Það gefur augaleið að erfitt getur reynst að flokka svo fjölbreytt og víðtækt svið, en við höfum reynt að leysa það eins vel og við gátum, en allar ábendingar eru vel þegnar. Í grunninn höfum við skipt síðunni  í tvennt. Annars vegar erþað Gagnvirkt efni (vefsíður) og hins vegar útprentanlegt efni (pdf). Boðið er upp á fjölda efnisflokka og mikið efni í hverjum, einkum í útprentanlega hlutanum.  Hvetjum við áh... halda áfram

Krakkar

Dagatal 2019 (sunnudagur fyrst)

Við bjóðum hér upp á dagatal fyrir árið 2019 þar sem vikan hefst á sunnudegi.

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2019

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast dagatal fyrir árið 2019. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2018 (sunnudagur fyrst)

Við bjóðum hér upp á dagatal fyrir árið 2018 þar sem vikan hefst á sunnudegi.

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2018

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast dagatal fyrir árið 2018. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2017 (sunnudagur fyrst)

Fyrir beiðni frá áskrifanda bjóðum við hér upp á dagatal fyrir árið 2017 þar sem vikan hefst á sunnudegi.

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2017

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast dagatal fyrir árið 2017. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2016

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast dagatal fyrir árið 2016. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Dagatal 2015

Það er orðinn árviss viðburður hjá mörgum kennurum að láta nemendur sína útbúa dagatöl fyrir komandi ár, hvort heldur fyrir þau sjálf eða til að gefa í jólagjöf. Hér getið þið nálgast dagatal fyrir árið 2015. Hægt er að nota dagatöl á fjölbreyttan hátt, s.s. að láta nemendur velja ljóð fyrir hvern mánuð, fróðleiksmola, upplýsingar um dýr og önnur þematengd efni.

Síður

Subscribe to RSS - Krakkar