Hér má finna fjölmargar skemmtilegar hugmyndir að föndurverkefnum af ýmsu tagi.
Blómin stækka alveg eins og við. Við erum fyrst bara agnarlítil ungabörn, en svo stækkum við smám saman og þroskumst. Við erum líka alltaf að læra nýja hluti, stóra og smáa, og það sem við lærum þroskar okkur. Gott er að tala við börnin og mynda umræður um það hvað við höfum lært hvert og eitt.
Skemmtilegt jólaföndur, jólasveinasprellikarl sem hreyfir hendur og fætur þegar togað er í spotta.
Hér blandast saman sögustund, föndur og umræður um lífið í sjónum, lífið í himingeimnum og lífið á jörðinni.
Skemmtileg litabók til útprentunar. 9 bls. Ólíkt flestum hefðbundnum litabókum býður þessi bók upp á fjölbreytt úrval verkefna sem fela í sér margvíslega færniþætti auk þess sem hún kallar á að börnin hugsi um myndirnar á annan hátt. Gengið er út frá því að bókin bjóði upp á samvinnu barns og kennara eða barns og foreldris. Hverri mynd fylgja leiðbeiningar sem nauðsynlegt er að lesa fyrir barnið og tilvalið að nota tækifærið og ræða um litina og annað sem myndirnar gefa tilefni til.