Leiðbeiningar fyrir
einstaklingsbundið nám!
Ef ætlunin er að spreyta sig á æfingunum gagnvirkt á vefnum, þá byrjið þið á því að velja stig með því að smella á viðkomandi tengil á forsíðu. Þá opnast síða sem sýnir allar æfingarnar á því stigi.
Þar næst smellið þið á þann lestur sem þið viljið reyna við. Þá opnast ný síða með spilara efst og spurningum fyrir neðan. Hægt er að stilla hvernig spurningarnar birtast á þrjá vegu. Ef ætlunin er að þjálfa bæði athygli og minni er hægt að fela spurningarnar þangað til lestri er lokið. Ef áherslan er meiri á einbeitingu og athygli er hægt að velja um að sjá eina spuningu í einu eða sjá þær allar á meðan lestri stendur.
Til að átta sig betur á hvað felst í muninum á því að sjá spurningar annars vegar og hafa þær huldar hins vegar mælum við með að þið kynnið ykkur vel það sem sagt er í liðnum “Um gildi hlustunar” og þá sérlega undirkaflann “Hvernig minnið virkar.
Þá getur verið gott að lesa allar spurningarnar áður en byrjað er að hlusta. Slík skoðun léttir verkefnið, bæði hvað varðar athygli og minni. Augljóslega auðveldar slíkur forlestur nemandanum að veita upplýsingum athygli þegar þær heyrast og hún getur líka hjálpað til við að koma meiri upplýsingum yfir í langtímaminnið, því nemandinn hefur þá fyrirfram upplýsingar um atriði sem skipta máli.
Þegar þið eruð tilbúin, þá smellið þið á spilunartakkann á spilaranum og svarið spurningunum jafn óðum eða síðar með því að smella á þann valmöguleika sem þið teljið vera réttan.
Leiðbeiningar fyrir
kennara til að nota í bekkjarkennslu!
Þið fylgið sömu leiðbeiningum og hér að ofan, nema hvað þið prentið út spurningarnar sem fylgja viðkomandi æfingu og dreifið til nemendanna. Aftur getið þið valið um að láta nemendur lesa spuningarnar fyrst, kynna sér þær jafn óðum meðan hlustað er eða eftir að hlustun líkur. Þyngd verkefnins er mest ef nemendur geta hvorki forlesið spuningarnar né kynnt sér þær jafnóðum og áherslan á minnisþáttinn þar af leiðandi mest. Val á aðferðafræði fer því eftir markmiðum kennara með æfingunni og getu nemanda. Tengill í útprentanlega skjalið með spurningunum er að finna þar sem farið er inn í viðkomandi æfingu.
.
Skráningarblað!
Hægt er að sækja og prenta út sérstakt skráningarblað fyrir notendur. Þar skrá þeir nafn æfingar: á hvaða stigi hún er, dagsetningu og árangur. Getur verið gott að láta nemendur fylla út slíkt blað og jafnvel láta þá reyna sig við sömu æfingu oftar en einu sinni eftir því hvernig þeim gengur með hana. Árangurinn ætti stöðugt að batna því þær upplýsingar sem fyrir eru gera verkið léttara bæði hvað varðar athygli og að yfirfæra upplýsingar frá skammtíma- yfir í langtímaminni. Hér fyrir neðan er tengill í slíkt skráningarblað. Til að skráningarblaðið glatist síður getur verið gott að láta nemendur líma það inn í stílabók eða á blað í möppu.