Í nútíma samfélagi er mikilvægt að kunna að hlusta. Sífellt flóknari samfélagsgerð kallar hreinlega á að einstaklingur geti meðtekið munnleg skilaboð úr ólíkum áttum... áfram

Stigskiptar hlustunaræfingar

icon Stig 1 (200-300 orð)

Lengd textanna er á bilinu 2–3 hundruð orð og textarnir einfaldaðir, þannig að fá orð ættu að orka tvímælis.  Einungis er um beinar staðreynda spurningar að ræða og eru 6–8 spurningar með hverjum texta.  Þá er bara um tvo valmöguleika að ræða í hverri spurningu. 

Þó textarnir séu áþekkir og nokkuð jafn erfiðir, eru lengri textarnir kannski ívið erfiðari en stystu textarnir til að auðvelda nemendum að brúa bilið yfir í næsta stig.  ...áfram

icon Stig 2 (300-400 orð)

Meginmunurinn á stigi 1 og 2 er lengd textanna. Í stað texta með 200–300 orðum er lengdin hér 300–400 orð. Textarnir eru einfaldaðir , þ.e. erfiðum orðum er skipt út fyrir einfaldari, flóknar setningar einfaldaðar og langar setningar styttar. Þó heldur minna en á stigi 1. Um er að ræða beinar spurningar, hver með tveimur valmöguleikum. ...áfram

icon Stig 3 (400-500 orð)

Textarnir í stigi 3 eru á bilinu 400–500 orð. Eins og með texta á fyrri stigum eru þeir einfaldaðir, en þó í mun minna mæli en á stigum 1 og 2. Flóknar setningar eru líka einfaldaðar, en ekkert er hugað að lengd setninga. Þá eru nú komnir þrír valmöguleikar við hverja spurningu í stað tveggja, en auk þess þurfa nemendur að beita rökvísi við að svara sumum spurninganna. Fjöldi spurninga er misjafn eða frá 10–14 spurningar. ...áfram

 

 

icon Stig 4 (500-600 orð)

Textarnir í stigi 4 eru á bilinu 500–600 orð. Eru textarnir lítillega einfaldaðir þegar þörf þótti. Eins og á 3. stigi eru þrír valmöguleikar með hverri spurningu. Fjöldi spurninga er misjafn eða frá 9–16 spurningar. Þurfa nemendur stundum að beita ályktunarhæfni til að svara sumum spurninganna. ...áfram

icon Stig 5 (600-700 orð)

Á stigi 5 er ekkert unnið með textana, hvorki átt við setningar eða einstök orð. Reynt var þó að velja texta sem ekki stinga mjög í stúf við málvitund ungs fólks. Lengd textanna á 5. stigi er á bilinu 600–700 orð. Á þessu stigi eru valmöguleikarnir með hverri spurningu orðnir fjórir og spurningarnar heldur flóknari en á stigunum á undan. Þurfa nemendur oftar að beita ályktunarhæfni til að svara sumum spurninganna. ...áfram

icon Stig 6 (700+ orð)

Eins og á 5. stigi er ekkert unnið með textana á stigi 6, hvorki átt við setningar eða einstök orð. Þá eru textarnir margir hverjir ívið þyngri. Lengd textanna á 6. stigi er á bilinu 700–800 orð. Valmöguleikar með hverri spurningu eru fjórir og spurningarnar flóknari og oftast fleiri en á stigunum á undan. Þurfa nemendur oft að beita ályktunarhæfni til að svara sumum spurninganna. ...áfram