Saga

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Á leið um landið: Skálholt

Hér er sagt frá völdum stöðum á Íslandi, minnisvörðum, söfnum, kirkjum og öðru merkilegu sem allir ættu að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið. Oft er það nefnilega svo að við gefum ekki nægilega mikinn gaum að því sem verður á vegi okkar, en til þess að verða vel læs á landið og þjóðarsálina er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að mynda sér þekkingarvörður um landið. Efnið er aðgengilegt í vefútgáfu og einnig til útprentunar, en sniðugt er að prenta það út til að hafa með í ferðalagið og lesa það svo upp þegar á staðinn er komið. Góða ferð!

Hans Christian Andersen - æviágrip

Danski rithöfundurinn H.C. Andersen er í dag þekktur sem eitt mesta sagnaskáld allra tíma og hafa ævintýri hans verið þýdd á ótal tungumál og auðgað líf barna út um allan heim og veitt þeim gleði. En Andersen skáldaði ekki einungis upp ævintýri á prenti, því óhætt er að segja að ævi hans hafi verið eitt samfellt ævintýri. Hvernig hann sem fátækur alþýðudrengur, einn og umkomulaus, braust áfram, með vonina eina í farteskinu, til hæstu metorða er kannski mesta ævintýrið af þeim öllum og sýnir svo ekki verður um villst að ævintýrin gerast enn.

Benjamín Franklín - ævisaga

Þessi framhaldssaga segir frá einni af frelsishetjum Bandaríkjanna, Benjamín Franklín. Sagan er samin af dönskum presti, sem ekki er nafngreindur og þýdd af frelsishetjunni, sjálfum Jóni Sigurðssyni forseta. Hún kom fyrst út árið 1839 og var gefin út af Hinu íslenska þjóðvinafélagi. Eins og gefur að skilja höfum við orðið að gera ofurlitlar breytingar á stafsetningu hennar, en leyfum orðalagi Jóns að öðru leyti að njóta sín. Góð verkefni fylgja hverjum kafla.

Þroskatíð kristninnar

Þetta skemmtilega námsefni í Íslandssögu tekur fyrir tímabilið skömmu fyrir kristnitöku árið 1000 til ársins 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd.

Síður