Bríet Bjarnhéðinsdóttir | skolavefurinn.is

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ef segja má að einhver ein kona standi upp úr í því að bæta réttindi kvenna á 19. öldinni þá var það Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Með ótrúlegri þrautseigju lagði hún grunninn að nýrri hugsun og vakti kvenfólk til vitundar um stöðu sína á tímum þegar þær nutu lítilla sem engra réttinda á við karla. Hún skrifaði fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna og hélt fyrsta opinbera fyrirlesturinn um sama efni. Þá stofnaði hún fyrsta kvennablaðið. Árið 1907 stofnaði hún Hið íslenska kvenréttindafélag, sem með baráttu sinni átti stærstan þátt í því að færa íslenskum konum kosningarétt til jafns við karla.