Íslenska

Text Link

Lesskilningur og bókmenntir

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir
Lesskilningur og bókmenntir

Hér og nú: Sex nýjar lestrarbækur fyrir þau yngstu

Hér og nú: Sex nýjar lestrarbækur fyrir þau yngstu

Nýlega buðum við upp á sex nýjar lestrarbækur sem byggðu á rími og nú er komið að annarri línu af lestrarbókum fyrir þau yngstu. Þá ritröð köllum við Hér og nú.  Bækurnar sem hver um sig telur 14 lestrarsíður og byggja á kunnum orðasamböndum, algengum sagnorðum og lýsingarorðum.  

Vonum við að þær falli jafnvel í kramið og Rímbækurnar.

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

LÆRUM ÍSLENSKU - FYRIR NÝBÚA

LÆRUM ÍSLENSKU - FYRIR NÝBÚA

Hér er um að ræða 80 blaðsíðna bók þar sem áherslan er á einfalda málfræði og orðaforða.

Með þessu efni viljum við á Skólavefnum leggja okkar af mörkum til að gera pólskumælandi nemendum og kennurum þeirra auðveldara fyrir.  

Er það okkar einlæga von að efnið geti nýst vel og hver veit nema þá verði hægt að gera eitthvað meira.

Göngum við út frá því að efnið geti nýst nemendum frá 3. bekk og upp úr. Þess vegna má merkja ákveðinn fjölbreytileika í efnisvali en það var gert til að koma til móts við ólíka aldurshópa. Eins og áður sagði er megintilgangur efnisins að auka orðaforða, kynna grunnundirstöðu málfræðinnar auk þess að efla lesskilning.

Samfara efninu munum við bjóða upp á gagnvirkt þjálfunarefni á vefnum og fleira efni.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir
Lesskilningur og bókmenntir

Rímbækur - Sex lestrarbækur fyrir yngstu nemendurna.

Rímbækur - Sex lestrarbækur fyrir yngstu nemendurna.

Bækurnar eru hugsaðar fyrir yngstu nemendurna og þá sem eru að fóta sig í fyrstu skrefum lestrarævintýrisins.  Efnið er að frábrugðið hefðbundnu þjálfunarefni í lestri því áherslan hér er fyrst og fremst á rím og það hvernig stafur eða stafir á undan, á eftir og inn í orði geta breytt lestraráherslunum og myndað ný orð og nýja merkingu. Er það von okkar að efnið  sé góð viðbót í allt það ágæta efni sem til er.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

BITABÆKUR – Nýjar og frumlegar lestrarbækur fyrir þau yngstu.

BITABÆKUR – Nýjar og frumlegar lestrarbækur fyrir þau yngstu.

Bitabækur er skemmtileg nýjung í lestrarbókaflórunni sem notaðar hafa verið  með góðum árangri víða erlendis.

Hver Bitabók er bara eitt blað sem brotið er saman þannig að úr verði bók. (þ.e. fyrst er blaðið brotið til helminga þannig að lestrarefnið sé utaná og síðan aftur til helminga þannig að forsíðan sé á réttum stað)

Þetta getur ekki verið einfaldara.

Nú í fyrstu atrennu bjóðum við upp á 30 bækur en munum svo fjölga þeim hratt.

Við hvetjum alla kennara yngri nemenda til að kynna sér þessa frábæru nýjung sem hefur víða reynst svo vel.

- ÍSLENSKA 1 : Lesskilningur og bókmenntir
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Konur í Íslendingasögum

Konur í Íslendingasögum

Nú bjóðum við upp á glænýtt þjálfunarefni í lestri og íslensku þar sem við einbeitum okkur að konum í Íslendingasögunum. Lengi hefur hetjudáðum karlanna verið  mestur gaumur gefinn en minna hugað að þeim frábæru kvenpersónum sem þar birtast.

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Litabækurnar

Litabækurnar

LITABÆKURNAR er frábært efni úr námsgagnasmiðju okkar á Skólavefnum. Bækurnar sem eru 10 að tölu hafa að geyma þrjátíu lestexta hver, en textarnir eru mislangir eftir bókum (litum). Felst flokkun bókanna fyrst og fremst í lengd textanna, en þá eru styttri textarnir gjarnan einfaldari, bæði hvað varðar byggingu og orðaval. Öllum lestextunum fylgja vandaðar spurningar sem umfram allt eru hugsaðar til að þjálfa lesskilning.

Lestextarnir sjálfir voru valdir af kostgæfni en þar var reynt að sameina áhuga nemendanna, námskrána og fróðleik sem við teljum að muni nýtast vel.

Eins og með annað efni úr okkar smiðju þá er það útbúið þannig að bæði er hægt að vinna það beint af vefnum og fá það á prenti. Vefefnið er aðgengilegt á Skólavefnum og æfingarnar sem fylgja hverjum texta eru gagnvirkar fjölvalsspurningar. Erum við stolt af þessu efni og ánægð með veflausnirnar. Í prentútgáfunni eru spurningarnar opnar.

Hér er á ferðinni frábært efni til að þjálfa lesskilning!

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Orð og setningar - 2. bekkur - Lestrarvinnubækur

Orð og setningar - 2. bekkur - Lestrarvinnubækur

Orð og setningar – Lestrarvinnubók er heildstæð lestrarvinnubók fyrir yngri bekkjardeildir grunnskólans.  Kemur hún í beinu framhaldi af bókunum Stafir og orð þar sem áhersla var á stafainnlögn og stuðst við námsefni í lestri úr smiðju Skólavefsins fyrir ynɡri bekkjardeildir ɡrunnskólans; ɡrunnmarkmiðið þar er að kenna stafina, styðja við grunnlestur oɡ æfa lesskilninɡ.    

Í þessum bókum er lestur og lesskilningur í öndvegi um leið og  farið er yfir ýmis atriði sem falla undir málfræði (kynning), hlustun, ritun og almenna  málnotkun.

Eins oɡ með annað efni okkar leɡɡjum við mikla áherslu á að tenɡja saman hefðbundna nálɡun oɡ nýjustu tækni. Sérstök vefsíða fylɡir efninu þar sem hæɡt er að sækja glærur með síðunum, hlusta á valda hluta, æfa siɡ ɡaɡnvirkt oɡ sækja aukaverkefni.

Stuttar og aðgengilegar kennslutillöɡur fylɡja efninu oɡ hvetjum við kennara oɡ foreldra til að skoða þær.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Stafir og orð - 1. bekkur

Stafir og orð - 1. bekkur

Námsefnið Stafir og orð er hugsað fyrir yngstu nemendurna en þar er unnið með stafina og fyrstu skrefin í lestri. Þá er þar einnig að finna stutt þjálfunarverkefni í skrift auk annarra æfinga. Efnið skiptist í 4 bækur sem saman telja rúmlega 200 blaðsíður í prenti. Þið getið valið um að skoða þær sem flettibók eða þá í pdf þar sem þið getið nálgast efnisyfirlit hverrar bókar fyrir sig.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Artúr konungur – Lestrarvinnubók fyrir 3. – 4. bekk – Ný nálgun

Artúr konungur – Lestrarvinnubók fyrir 3. – 4. bekk – Ný nálgun

Við erum þessa dagana að vinna að nýrri bókalínu sem er einkum hugsuð fyrir nemendur í 3. – 4. bekk.  Er um að ræða stuttar lesbækur með góðum og fjölbreyttum verkefnum sem taka mið af því sem kveðið er um í námskrá í íslensku fyrir viðkomandi aldurshópa.  Fyrsta bókin í þessum flokki  fjallar um hinn kunna konung Artúr sem sagan segir að hafi ríkt í Englandi á 6. öld.

Bókin sem telur 21 blaðsíðu skiptist í 5 kafla og er hægt að prenta hana út beint af vefnum, en ef óskað er eftir því er hægt að kaupa hana útprentaða hjá okkur.

Þá er einnig hægt að og nálgast bókina sem rafbók á vefnum okkar, en sú útgáfa fellur að öllum tölvum og flestum snjallsímum. Þar er einnig hægt að hlusta á hana upplesna.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Barnabókasíða Skólavefsins

Barnabókasíða Skólavefsins

Frábærar barnabækur fyrir börn sem eru að hefja lestur og byrjuð að lesa lengri texta.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Bleikbókin 2 - Nýtt lesskilningsefni með Pisatengdum æfingum

Bleikbókin 2 - Nýtt lesskilningsefni með Pisatengdum æfingum

Nú bjóðum við upp á nýja Litabók sem ber heitið Bleikbókin 2 þar sem áherslan er einkum á þá sem hafa áhuga á að standa sig vel á PISA prófum. Efnið er að hluta byggt á spurningum úr eldri Pisa prófum, sem hægt er að skoða á síðum OECD, án þess þó að apa eftir þeim. Þrátt fyrir að efnið sé hugsað sem þjálfunarefni fyrir PISA þá hentar það öllum sem vilja þjálfa sig í að leysa þrautir sem reyna á athygli og einbeitingu almennt enda okkar trú að æfingin skapi meistarann. Eins og annað efni sem fellur undir Litabækurnar er bæði hægt að prenta það út og leysa það beint af vefnum.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Blikkljós - Ný leið til að kenna Íslendingasögur

Blikkljós - Ný leið til að kenna Íslendingasögur

Við bjóðum nú upp á nýja leið, nýtt námsefni, til að kenna Íslendingasögur. Hún felst einkum í því að í stað þess að nemendur lesi heila Íslendingasögu eins og hingað til hefur verið gert, lesa þeir útdrátt úr viðkomandi sögu og fá svo stutta valda texta til að glímavið úr sögunni sjálfri. Köllum við þetta Blikkljós.

Kjalnesingasaga og Gunnlaugssaga

Höfum við nú þegar unnið tværsögur á þennan hátt, Kjalnesinga sögu og Gunnlaugs sögu ormstunguásamt með ýmsu ítarefni, s.s. glærum, vinnuheftum, gagnvirkum spurningum o.s.frv.Hægt er að panta efnið í einni bók hjá okkur eða sækja það í stökum köflum ávefnum okkar með verkefnum og sérstakri kennarabók. Á vefnum er að sjálfsögðuhægt að hlusta á allt efnið upp lesið.

Tilraunaútgáfa

Hér er um ákveðna tilraun aðræða og verður forvitnilegt að sjá hvernig kennarar og nemendur taka henni. Engumdylst að undanfarið hafa þær raddir orðið háværari sem vilja breyta því hvernigvið kennum Íslendingasögurnar enda telja margir að tungutak sagnanna sénemendum framandi. Markmið okkar á Skólavefnum er að koma til móts við kröfurnútímans og kynna nemendum efni sagnanna en sýna þeim jafnframt valin dæmi afnokkrum hápunktum frumtextanna. Þannig fá þeir innsýn í hið safaríka tungutaktextanna gömlu og „heyra“ jafnvel óminn af orðum hinna fornu kappa og kvenskörunga.  

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Helgadóttur

Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Helgadóttur

Það er okkur sérstakt ánægjuefni að bjóða ykkur upp á söguna Dóttir veðurguðsins eftir Helgu Svandísi Helgadóttur í kennslubúningi.  Sagan er að stærstum hluta í formi dagbókar sem skrifuð er af hinni átta ára gömlu Blæ. Hún býr ásamt foreldrum sínum í Vesturbænum í tveggja herbergja íbúð og er óhætt að segja að heimilislífið þar á bæ sé svolítið skrautlegt og skemmtilegt. Í sögunni er komið víða við og mörg brennandi mál samtímans skoðuð, s.s. stjórnmál, nýbúamál, femínismi, stéttaskipting, mannanöfn og margt fleira. Í samvinnu við höfundinn, Helgu, höfum við búið söguna í kennslubúning og getur hún hentað nemendum alveg frá 5. bekk og upp í 8. bekk. Sögunni fylgir gott verkefnahefti og þá er bæði hægt að prenta hana út og lesa hana beint af vefnum í aðgengilegri og fallegri vefútgáfu.  Hverjum kafla fylgja góðar gagnvirkar fjölvalsspurningar til að þjálfa lesskilning. Þá er á vefnum hægt að hlusta á höfundinn lesa söguna.

Yngsta stig / miðstig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Finnboga saga ramma - Heildstætt kennsluefni

Finnboga saga ramma - Heildstætt kennsluefni

Við bjóðum upp á Finnboga sögu ramma í heildstæðum kennslubúningi. Söguna er hægt að nálgast í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum og líka í útprentanlegri útgáfu með sömu verkefnum. Á vefnum er svo boðið upp á gagnvirkar orðskýringar og þar er einnig hægt að hlusta á söguna upplesna.  

Sagan af Finnboga ramma er skemmtisaga af heljarmenni sem m.a. gat unnið vopnlaus á bjarndýri. Sagan er listavel skrifuð og lýsir lífshlaupi göfugs manns frá vöggu til grafar, manns sem ekki efndi til illinda að fyrra bragði en var stundum baldinn í æsku og fastur fyrir þegar hann óx úr grasi. Oft þurfti hann að verja hendur sínar því að enginn skortur var á öfundarmönnum.  

Gleði og sorgir, skin og skúrir skiptast á í lífi þessa manns og fólks hans. Konur gegna mikilvægu hlutverki í þessari sögu; þær eru að mörgu leyti drifkraftur atburða.

Varðandi gildi sögunnar og það hvers vegna hún sé tekin til kennslu gæti eitt svar af mörgum verið þetta: Fyrir utan skemmtana- og listgildi má líta má á hana sem dæmisögu um það að göfugum mönnum farnast að lokum

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Grísku guðirnir – Þjálfunarefni í lestri

Grísku guðirnir – Þjálfunarefni í lestri

Efni þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.Efnið verður innan tíðar einnig sett upp á vefsíðu þar sem hægt verður að hlusta á hvern kafla upplesinn.

Efninu er skipt upp í fjórtán kafla og er hver kafli tileinkaður ákveðnum guði. Alls telur þessi bók 40 blaðsíður. Hver kafli samanstendur af lestexta, spurningum úr honum og einföldum en hnitmiðuðum þjálfunarverkenum í grunnatriðum íslenskunnar.

Í þessari útprentanleguu útgáfu er um að ræða opnar spurningar en á væntanlegri vefsíðuútgáfu verða fjölvalsspurningar og getur þá hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á því að það að svara spurningum úr efni sem þessu hjálpar mikið til að leggja innihaldið á minnið.

Já, hér fáið þið frábært efni til að þjálfa lestur hvort sem er heima fyrir eða í skólanum. Og í ofanálag tileinkið þið ykkur áhugaverðan fróðleik sem alltaf kemur sér vel.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Krakkagaman

Krakkagaman

Krakkagaman er safn nýrra og stórskemmtilegra vinnuhefta fyrir yngstu bekkjardeildirnar þar sem boðið er upp á fjölbreytt verkefni sem gott getur verið að grípa til. Heftin sem eru þematengd hafa að geyma milli 10 itl 25 verkefnablöð hvert.  Viðfangsefnin eru fjölbreytt og má segja að þau samþætti íslensku, stærðfræði og þrautir.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Kóngurinn í Gullá – Nýtt námsefni í lestri og íslensku

Kóngurinn í Gullá – Nýtt námsefni í lestri og íslensku

Kóngurinn í Gullá er fyrst og fremst hugsuð sem lestrarbók og getur hún átt við alveg frá 4. og upp í 10. bekk ef út í það er farið. Er þetta ein af þessum sögum semhenta bæði fyrir börn og fullorðna. Eins og annað efni sem Skólavefurinn gefur út er bæði hægt að prenta efnið út og/eða vinna það algjörlega á vefnum. Í vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna og þar er einnig hægt að nálgast orðskýringar á völdum orðum. Góð verkefni fylgja bókinni, bæði opnar spurningar og fjölvalsspurningar.

John Ruskin skrifaði söguna Kóngurinn í Gullá (The King of the Golden River) árið 1841 fyrir hina tólf ára gömlu Effie (Euphemia) Gray sem síðar varð kona hans.Sagan var gefin út á bók tíu árum síðar (1851) og naut strax mikilla vinsælda og þykir í dag ein af sígildum bókmenntaverkum Viktoríu tímans. Sagan hefur verið flokkuð sem ævintýri, dæmisaga, kennisaga og jafnvel goðsaga. Hvernig svosem menn vilja flokka hana þá vísar sagan okkur veginn til réttrar breytni og hugarfars.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur

Lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur

Það er okkur mikil ánægja að bjóða áskrifendum okkar upp á hinar vönduðu og áhugaverðu lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur hér á Skólavefnum. Hafa bækur Auðbjargar verið notaðar víða með góðum árangri og því mikill fengur að þeim. Öllum bókunum fylgja vandaðar vinnubækur.

Bækurnar sem eru 14 í allt miðast fyrst og fremst að því að þjálfa almennan lesskilning og þar hafa vinnubækurnar mikið vægi. Eru vinnubækurnar þannig uppbyggðar að verkefnin eru skilgreind útfrá blaðsíðum í lesbókunum og er vinna nemandans einkum fólgin í því að haka við réttar lausnir. Í fæstum tilvikum þarf að skrifa nema stök orð við og við.

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Lestrarbók Skólavefsins

Lestrarbók Skólavefsins

Skólavefurinn kynnir til leiks Lestrarbókina, safn af greinum og smásögum úr ýmsum áttum sem ætlað er að fræða og auka lesskilning nemenda. Textarnir eru 40 talsins og er þeim skipt í 4 stig eftir þyngd þeirra og lengd. Allir textarnir eru upplesnar og geta nemendur því valið hvort þeir reyna á skilning sinn með því að hlusta eða lesa. Öllum textunum fylgja almennar spurningar sem nemendur geta svarað sem og gagnvirkar krossaspurningar.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Ljóðasafnarinn - Nýjung

Ljóðasafnarinn - Nýjung

Ljóðasafnarinn eru þrjár lifandi stigskiptar ljóðabækur fyrir alla þá sem unna fallegum kveðskap.

Bækurnar eru þó ekki bara safn af fallegum ljóðum því við hugsum þær sem stuðningsleið fyrir unga lesendur inn í heim ljóðanna, þennan galdraheim tungumálsins sem bæði þroskar almenna málvitund og eflir lesskilning.  Það er mikilvægt að ungt fólk læri að lesa ljóð og að njóta þeirra.

Hverju ljóði fylgja góðar útskýringar á manna máli (umræða) þar sem farið er yfir líkingar, umhverfi, almennar skýringar og annað sem við teljum áhugavert í ljóðunum yfirleitt. Þá fylgja öllum ljóðunum verkefni sem hafa það að leiðarljósi að auka skilning lesendanna á ljóðinu.

Miðstig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Málsgreinar og mas

Málsgreinar og mas

Málsgreinar og mas er heildstætt námsefni í íslensku hugsað fyrir 4. bekk og heldur áfram þar sem ritröðinni Setningar og málsgreinar sleppir. Efnið er unnið samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla fyrir viðkomandi árgang sem og okkar eigin námskrá sem við tókum saman í íslensku fyrir alla aldurshópa grunnskólans.

Eins og áður leggjum við ríka áherslu á lesskilning og lestur almennt ásamt því sem við förum yfir alla þá þætti sem nemendur 4. bekkjar eiga að kunna skil á. Þá leggjum við sérstaka áherslu á vinnu með orð og orðaforða.

Við höfum skipt efninu í þrjár bækur og verður hægt að nálgast þær á sérstakri vefsíðu í ólíkum útfærslum auk þess að sækja gagnvirkar æfingar sem tengjast efninu.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

NÝTT – HEIMALESTUR – til daglegrar þjálfunar í lestri

NÝTT – HEIMALESTUR – til daglegrar þjálfunar í lestri

Heimalestur er nýjung úr smiðju okkar á Skólavefnum þar sem markmiðið er að hjálpa nemendum að bæta sig í lestri og lesskilningi og hafa gaman af því. Hentar þetta bæði í skólanum og heima fyrir.

Við bjóðum upp á tvo flokka af lestrum, þ.e. annars vegar bútalestra sem samanstanda af stuttum sjálfstæðum lestrum sem þó eru tengdir innbyrðis, og hins vegar svokallaða lengjulestra sem eru framhaldslestrar og segja samfelldari sögu. Hver lestrareining er stutt og hnitmiðuð. Textarnir eru fjölbreyttir og fræðandi. Því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Til að styðja enn frekar við nemendur bjóðum við upp á ýmis hjálpartól á vefútgáfunni sem hægt er að nýta.

Þau eru:

• listar yfir erfið orð
• gagnvirkar spurningar til að prófa lesskilning
• orðskýringar
• skráningarferli til að nemendur geti fylgst með lestrarframvindu sinni.

Hvað varðar erfiðleikastig lestranna, þá verður hver nemandi að finna sér texta sem honum hentar og höfum við ekki flokkað þá.

Sú umræða að mörg íslensk börn eigi við lestrarvanda að stríða hefur farið nokkuð hátt að undanförnu. Við viljum með þessu og öðru námsefni Skólavefsins leggja okkar af mörkum til að aðstoða nemendur við að bæta  árangur sinn í lestri og lesskilningi. Sem fyrr leggjum við kapp á að bjóða upp á vandað og áhugavert efni með skemmtilegri framsetningu og með gagnlegum verkefnum, því það hér gildir sú gamla staðhæfing að æfingin skapar meistarann.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Orðaleikurinn

Orðaleikurinn

Orðaleikurinn Gagnvirkar æfingar í lestri og stafsetningu Léttur og skemmtilegur leikur fyrir yngri nemendur að þjálfa sig í lestri og skrift.  Hentar vel í allar borð- og ferðatölvur, iPad, android spjaldtölvur og flesta snjallsíma.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Orðapikk

Orðapikk

Hér geturðu þjálfað þig í að skrifa orð eftir upplestri á einfaldan og skilvirkan hátt.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Prófasíðan

Prófasíðan

Á þessari síðu bjóðum við upp á valið þjálfunarefni í völdum námsgreinum til að hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir próf. Þjálfunarefnið byggjum við á samræmdum prófum liðinna ára sem og völdu námsefni af Skólavefnum.

Yngsta stig / miðstig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Saga landafundanna – Þjálfunarefni í lestri

Saga landafundanna – Þjálfunarefni í lestri

Efnið er byggt á bók bandaríska sagnfræðingsins Hendrik Willem van Loon (1882–1944) sem í mjög frjálslegri íslenskri þýðingu mætti útleggja sem Stutt saga landafundanna frá fyrstu tíð fram til þess að nýi heimurinn uppgötvast, en með nýja heiminum er átt við Ameríku.Efnið er samsett úr 52 stuttum köflum og hverjum kafla fylgja spurningar sem tilvalið er að skoða. Bæði er um að ræða opnar spurningar og fjölvalsspurningar og getur hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á að með því að svara spurningum úr efninu festum við okkur innihald textans í minni.

Unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Sandárbókin - pastoralsónata - Gyrðir Elíasson

Sandárbókin - pastoralsónata - Gyrðir Elíasson

Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum.

Gyrðir Elíasson er einn listfengnasti rithöfundur þjóðarinnar og fáir ná betur þeirri dýpt að láta tilfinningar og kenndir krauma undir yfirborði orðanna.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Setningar og málsgreinar - 3. bekkur - Heildstætt námsefni í íslensku

Setningar og málsgreinar - 3. bekkur - Heildstætt námsefni í íslensku

Á síðasta vetri buðum við uppá glænýtt heildstætt námsefni í íslensku fyrir 2. bekk sem við kölluðum Orð og setningar (þrjár bækur). Kom það í kjölfar efnisins Stafir og orð sem hugsað var fyrir 1. bekk. Þetta efni hefur notið töluverðra vinsælda og verið mikið notað. Nú munum við bjóða upp á hliðstæðan pakka fyrir 3. bekk sem ber heitið Setningar og málsgreinar. Þetta er heildstætt námsefni í íslensku, það skiptist í þrjár bækur og telur samtals rétt tæpar 200 blaðsíður.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Stafasögur eftir Hildi Guðmundsdóttur

Stafasögur eftir Hildi Guðmundsdóttur

Skemmtilegar stafasögur til að nota við lestrarkennslu, gagnvirkar og til útprentunar.
Ítarlegar kennsluleiðbeiningar eftir höfund fylgja. (1)

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Stöðupróf í íslensku

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa. 

Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Sögur og ævintýri fyrir krakka

Sögur og ævintýri fyrir krakka

Öll börn hafa gaman að sögum og hér á þessari síðu getið þið nálgast alveg gríðarlega mikið safn af sögum fyrir börn á öllum aldri. Eru sögurnar mjög fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið nóg af sögum við sitt hæfi. Þá fylgja sögunum verkefni bæði í formi hugleiðinga sem ýta undir umræður og almennra spurninga.  Eru verkefnin mismunandi eftir sögum. Þá eru sögurnar miserfiðar eins og gengur og mislangar. Við bjóðum t.a.m. upp á sögur í nokkrum köflum, sbr. Sögur af Alla Nalla og Sagan Labba pabbakút, en flestar eru þó í einu skjali.

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Söguvefir

Söguvefir

Á þessari síðu er að finna mikið úrval af sögum fyrir alla aldurshópa sem búið er að vinna til kennslu.  Þær eru flokkaðar niður eftir aldursstigum.

Unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Tungufoss (unglingastig)

Tungufoss (unglingastig)

Tungufoss er nýtt námsefni í íslensku fyrir unglingastig. Það er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Um er að ræða þrjár lesbækur, eina fyrir hvern árgang, og fjölbreytt viðbótarefni á vef.

Miðstig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Vanda málið (miðstig)

Vanda málið (miðstig)

Vanda málið er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Það að efnið sé heildstætt þýðir að hér er tekið á öllu sem tengist íslenskunáminu á einum stað. Ekki þarf sérstaka bók fyrir málfræði, stafsetningu eða bókmenntir og ljóð. Vanda málið myndar eina heild fyrir miðstigið og skapar samfellu í náminu sem er til mikilla bóta fyrir nemendur, kennara og foreldra.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Íslendingasögur og -þættir

Íslendingasögur og -þættir

Hér er að finna fjölda Íslendingasagna og Íslendingaþátta. Sögunum fylgja góð verkefni, upplestur, orðskýringar og ýmiss konar ítarefni.

Miðstig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Út í blámann - Lesskilningsefni með innsýn í náttúruna

Út í blámann - Lesskilningsefni með innsýn í náttúruna

- Vefbók og flettibók - Til útprentunar - Ritunarspurningar - Lausnir - Orðskýringar - Upplestur -

Út í blámann er fyrst og fremst ætlað sem þjálfunarefni í lestri og lesskilningi með það fyrir augum að þjálfa nemendur í að lesa bækur með gagnrýnum hætti og kafa í orð og skilning á þeim. Námsefni þetta er einkum hugsað fyrir miðstig grunnskólans, frá 4. og upp í 7. bekk.

Þó svo að sagan sé einföld á yfirborðinu er þar margt sem vert er að skoða betur og hægt er að heimfæra upp á mannfólkið og aðstæður þess.

Þá eru í sögunni mörg orð sem krakkar gætu þurft nánari skýringu á og höfum við komið skýringunum fyrir í vefútgáfunni.

Sagan er bæði skemmtileg og áhugaverð og gefur nemendum innsýn í náttúruna á áhugaverðan hátt með beinni skírskotun í mannfólkið.

Hver kafli er upplesinn og ritunarspurningar úr sögunni fylgja hverjum kafla (pdf).

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Anna frá Stóruborg

Anna frá Stóruborg

Sagan um Önnu frá Stóruborg eftir Jón Trausta hefur notið mikillar hylli allra sem lesið hafa. Þar segir frá ástum alþýðustráksins og yfirstéttarkonunnar og baráttu þeirra við samfélagið og sterku öflin

Unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Björn á Reyðarfelli - Ljóðasaga

Björn á Reyðarfelli - Ljóðasaga

Það getur verið áhugavert að lesa sögu í gegnum ljóð. Sagan er þá á margan hátt bundin forminu en höfundur fær líka tækifæri til að segja söguna með skáldaleyfi ljóðskáldsins.

Ljóðsagan Björn á Reyðarfelli eftir skáldið Jón Magnússon kom út árið 1938. Segir þar á skemmtilegan hátt frá sýslumannssyninum Birni og konu hans sem gera sér bú á afskekktu heiðarbýli sem farið var í eyði. Rekur ljóðið ævi þeirra frá því að þau fella hugi saman og þar til yfir lýkur. Ekki er sagan þó eingöngu sögð í ljóðum því inn á milli koma örstuttir leskaflar til að fylla upp í og skýra betur söguþráðinn. Efninu fylgja verkefni en við höfum stillt öllum spurningum í hóf til að trufla ekki flæði sögunnar sjálfrar. Aftast er svo að finna umræðupunkta sem gagnlegt er að ræða.

Já, hér gefst nemendum tækifæri til að kynnast ljóðum á nýjan og skemmtilegan hátt.

Bókin er hér öll sett upp á vefnum með verkefnum, en einnig er hægt að prenta hana út og hlusta á hana upplesna.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Bragur.is

Bragur.is

Bragur.is - Vefur um bragfræði fyrir ljóðelska.

Þessi síða er fyrir alla þá sem hafa áhuga á bragfræði og vilja læra grunnatriðin í því hvernig á að yrkja rímur. Vefurinn samanstendur af stuttri kennslubók sem hægt er að skoða á vef eða prenta út, auk verkefna. Höfundur þessarar síðu er Ragnar Ingi Aðalsteinsson, en hann lauk doktorsprófi sem ber heitið Tólf alda tryggð þar sem hann rannsakaði þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana

Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana

Egils sögu einhenda og Ásmundar berserkjabana er að finna í safninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Hún er hér í nokkuð einfaldaðri útgáfu, ætluð til kennslu í 3.-4. bekk grunnskóla.

Miðstig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Eiríkur Hansson - Þjálfunarefni í hlustun

Eiríkur Hansson - Þjálfunarefni í hlustun

Hlustun er sífellt að verða mikilvægari í samfélaginu en alveg eins og með lesturinn þarf að þjálfa hana markvisst svo fólk njóti hennar sem best. Við viljum vekja athygli ykkar á sögunni Eiríkur Hansson sem byggir á því að hlusta og skilja. Er þetta efni einfalt í notkun en skilar góðum árangri og svo er bara svo gaman að hlusta á skemmtilegar sögur upplesnar.

Unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Flísar

Flísar

Þetta safn geymir örsögur sem bregða upp myndum af atburðum og aðstæðum ungs fólks úr samtímanum. Sögurnar eru hugsaðar sem kveikjur og til þess gerðar að vekja upp ýmsar siðferðilegar spurningar ásamt því að hvetja til skapandi skrifa. Safnið snertir flesta þá grunnþætti menntunar sem lagt er upp með í nýjum aðalnámskrám Mennta- og menningarmálaráðuneytis og ennfremur samræmist það ágætlega þeim áherslum sem framhaldsskólum ber að fylgja, sbr. 2. grein laga um framhaldsskóla:

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Hlustun og skilningur: Stigskiptar hlustunaræfingar

Hlustun og skilningur: Stigskiptar hlustunaræfingar

Efnið tekur mið af Aðalnámskrá grunnskóla í samfélagsfræði og íslensku. Auk þess að þjálfa hlustun og minni, hjálpa æfingarnar nemandanum að halda einbeitingu og stuðla að öguðum vinnubrögðum.
Efnið byggir á stigskiptum upplesnum textum með gagnvirkum æfingum. Er um að ræða 90 texta sem skipt er niður í 6 þyngdarstig (15 æfingar á hverju stigi). Mismunurinn á þyngdarstigunum felst í nokkrum atriðum, m. a. í textalengd, orðaforða, lengd orða og setninga, leshraða og mis þungum textum. Auk þess þyngjast verkefnin á hverju stigi og spurningum fjölgar. Þið lesið ykkur betur til um hvernig stigin eru skilgreind á forsíðunni og um notkunina með því að smella á tengilinn ,,Leiðbeiningar" hér að ofan.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Lesklikk

Lesklikk

Lesklikk er skemmtileg og áhrifarík leið til að þjálfa lesskilning.  Textarnir eru ætlaðir nemendum á mótum miðstigs og unglingastigs.  Nemandinn þarf ekki að „pikka“ nein svör, heldur einungis að smella á svarið í textanum sjálfum. 

Jafnframt því að vera til þjálfunar lesskilnings er þeim ætlað að fræða nemendur um ýmis samfélagsleg, söguleg og bókmenntaleg efni. Ætlunin er síðan að bæta fleiri textum við, bæði léttari og meira krefjandi, þannig að efnið hæfi að lokum öllu grunnskólastiginu.

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Lestrarkassinn

Lestrarkassinn

Lestrarkassinn er nýjung sem við á Skólavefnum bindum miklar vonir við og trúum að geti hjálpað mörgum í að ná betri tökum á þeirri list að lesa sér til gagns og gamans.  Í nútímasamfélagi reynir stöðugt á þá hæfni hvort sem er í námi eða öðru og eins og með allt annað þá þarf að þjálfa sig í því sem maður vill gera góður í.

Lestrarkennsla og lestrarþjálfun hefur lengi verið með nokkuð hefðbundnu sniði og markviss lestrarþjálfun ekki verið í forgrunni í eldi bekkjardeildum. Nú þegar lestur verður stöðugt fyrir aukinni samkeppni annars staðar frá er mikilvægt að taka lesturinn föstum tökum óháð öllum námsgreinum.

Yngsta stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Léttlestrarbækur Skólavefsins

Léttlestrarbækur Skólavefsins

Fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa bjóðum við upp á skemmtilegar og stigskiptar þjálfunarbækur í lestri sem unnar eru af Berglindi Guðmundsdóttur. Er hér um mjög vandaðar bækur að ræða sem notaðar hafa verið í kennslu með góðum árangri. Hægt er að nálgast þessar bækur til að prenta þær út og einnig í aðgengilegri flettibókaútfærslu á vef þar sem hægt er að hlusta á upplestur á þeim. Eins og áður sagði henta bækurnar vel byrjendum í lestri og þeim sem þurfa mikla æfingu við að tengja saman málhljóð og bókstaf.

Öll stig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Íslensk ævintýri

Íslensk ævintýri

Á þessari síðu höfum við safnað saman nokkrum ævintýrum sem gengið hafa frá kynslóð til kynslóðar á Íslandi og eru því íslensk að því leyti að þau hafa átt hér heima um langan aldur. Er bæði hægt að skoða þau í vefútgáfu þar sem einnig er hægt að hlusta á þau upplesin og/eða prentað þau út. Fylgja góð verkefni hluta af sögunum, en með öðrum er mælt með að notuð sé almenn verkefnalýsing. Einnig bjóðum við upp á stutta umfjöllun um ævintýri og stutta almenna verkefnalýsingu sem hægt er að heimfæra á öll ævintýri. Góða skemmtun!

Unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Þjóðsögur (þjóðsögubækur Baldurs Hafstað)

Þjóðsögur (þjóðsögubækur Baldurs Hafstað)

Hér eru sögurnar úr þjóðsögubókum Baldurs Hafstað í vefútgáfu með upplestri og orðskýringum. Auk þess fylgja kennarabækur til útprentunar með ýmsu ítarefni.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

„Síðasta lagið fyrir fréttir“

„Síðasta lagið fyrir fréttir“

Hér er boðið upp á fjögur verkefni sem sameina fallegan kveðskap og tónlist, auk þess sem þau vísa til menningarsögu okkar Íslendinga. Það eru gömul sannindi að fallegt lag getur gætt ljóð nýju lífi. Á árum áður var mikil hefð fyrir því að tónskáld sömdu lög við falleg ljóð. Þó þetta þekkist enn í dag er nú algengara að sami listamaðurinn semji bæði lög og texta.

Unglingastig
Stærri
verk
Lesskilningur og bókmenntir

Stakt útprentanlegt efni í lestri, lesskilningi og bókmenntum

Stakt útprentanlegt efni í lestri, lesskilningi og bókmenntum

Athugið að öllu efninu, hvort heldur er um að ræða sögur eða aðra leskafla, fylgja góð verkefni.

Málfræði og málnotkun

Öll stig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun

Lærðu beygingarmyndir sagnorða - Gagnvirkar æfingar - Hundruð gagnvirkra æfinga

Lærðu beygingarmyndir sagnorða - Gagnvirkar æfingar - Hundruð gagnvirkra æfinga

Við kynnum alveg einstaka síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir sagnorða. Þar er að finna hundruð gagnvirkra æfinga.

- ÍSLENSKA 2 : Málfræði og málnotkun
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun

Málfræðimeistarinn: Frábærar málfræðiæfingar fyrir byrjendur

Málfræðimeistarinn: Frábærar málfræðiæfingar fyrir byrjendur

Efnið skiptist í 4 flokka (sérhljóðar og samhljóðar, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð) sem svo greinast niður í námsþætti eftir því út á hvað æfingarnar ganga. Hver námsþáttur inniheldur 5 borð sem þyngjast eftir því sem ofar dregur.Hvert borð felur í sér 4 æfingar og í hverri æfingu birtast 5 málsgreinar, ein í einu (eða 5 orð í sérhljóða- og samhljóðaæfingunum). Nemendur vinna sig þannig áfram, skref fyrir skref, þar til þeir hafa náð góðum tökum á hverjum námsþætti fyrir sig.Hér er samtals að finna vel yfir 2000 málsgreinar (og stök orð), svo það er af nógu að taka.Ábendingar eða athugasemdir varðandi Málfræðimeistarann má gjarnan senda okkur á netfangið skolavefurinn@skolavefurinn.is - við tökum þeim fagnandi.

Unglingastig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun

Tungutak (unglingastig)

Tungutak (unglingastig)

Tungutak er námsefni í íslensku á unglingastigi grunnskólans. Það er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Um er að ræða þrjár vinnubækur, eina fyrir hvern árgang, og verða þær aðgengilegar hér á vefnum fyrir alla áskrifendur.

Mikill hluti þessa heildarefnis er aðgengilegur á Skólavefnum. Má þar líka nefna Tungufoss lesbækurnar sem er námsefni í íslensku fyrir unglingastig. Um er að ræða þrjár lesbækur, eina fyrir hvern árgang, og fjölbreytt viðbótarefni á vef.

Öll stig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun

Lærðu beygingarmyndir nafnorða - Gagnvirkar æfingar

Lærðu beygingarmyndir nafnorða - Gagnvirkar æfingar

Í dag kynnum við frábæra síðu til að þjálfa sig í að læra allar beygingarmyndir nafnorða.  Gangi ykkur vel. :)

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Málfræði

Málfræði Ragnars Inga

Málfræði Ragnars Inga

MÁLFRÆÐI RAGNARS INGA.

AÐGENGILEGAR SKÝRINGAR Í MÁLFRÆÐI FYRIR EFSTA STIG GRUNNSKÓLANS.

GÓÐ ÞJÁLFUNARVERKEFNI FYLGJA ÁSAMT SVÖRUM.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Málfræði

Málfræðiklikk

Málfræðiklikk

Málfræðiklikk er síða þar sem hægt er að þjálfa sig í völdum afmörkuðum málfræðiatriðum á  þægilegan og aðgengilegan hátt.   Það eina  sem þarf að gera er að   klikka á  það orð sem þú telur að falli undir  það sem þú ert að leita að og  þá færðu vissu þína.

Hér  er  er á ferðinni auðveld og góð leið til að læra grunnatriði málfræðinnar .  Efnið er fyrst og fremst hugsað gagnvirkt en eins og alltaf höfum við einnig útbúið það til útprentunar.  Þá er hægt að prenta út sérstakt lausnahefti.

Öll stig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Stafsetning

Nútíma stafsetningaræfingar (Stafsetningaræfingar Ragnars Inga)

Nútíma stafsetningaræfingar (Stafsetningaræfingar Ragnars Inga)

Við bjóðum upp á skemmtilega nýjung sem við köllum einfaldlega Nútíma stafsetningaræfingar (Stafsetningaræfingar Ragnars Inga).  Þessar æfingar eru fyrst og fremst hugsaðar til að æfa stafsetningu, einkum fyrir nemendur sem hafa átt í erfiðleikum með að rita rétt. Nemendur fá vandaða texta sem þeir eiga að slá rétta inn í tölvuna. Ef einhverjum verður það á að slá inn rangan staf stoppar tölvan og rétti stafurinn blikkar á skjánum í stað þess sem ranglega var sleginn inn. Þetta gerir það að verkum að nemendur sjá aldrei rangt skrifað orð gegnum alla æfinguna. Þannig er ætlunin að virkja sjónminnið til hins ýtrasta. Tölvan telur svo saman villurnar þannig að ef einhver göslast áfram og vandar sig ekki kemur það fram á skjánum hjá kennara. Þá er hægt að grípa inn í og mjög mikilvægt er að gera það fyrr en seinna. Markmiðið er að nemandinn slái textann inn án þess að gera eina villu. Nemandi fær svo ítarlegt mat í lok hverrar æfingar þar sem fram koma fjöldi mistaka og vélritunarhraði.

Unglingastig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Stafsetning

Stafsetning fyrir lengra komna

Stafsetning fyrir lengra komna

Hér getið þið nálgast valdar atriðabundnar gagnvirkar stafsetningaræfingar með nýju sniði. Æfingarnar henta jafnt fyrir venjulegar tölvur, spjaldtölvur og ekki síst snjallsíma. Eru þær einkum hugsaðar fyrir þá sem lengra eru komnir í stafsetningu og upplagðar fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir framhaldsskólann.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Stafsetning

Íslensk stafsetning (Reglur og æfingar)

Íslensk stafsetning (Reglur og æfingar)

Vandaðar og aðgengilegar skýringar í formi uppflettirits. Fjölmargar gagnvirkar æfingar auðvelda lærdóm í stafsetningunni sem er hér kennd á auðveldan og þægilegan hátt.

MIðstig / unglingastig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Málfræði

Gagnvirkar æfingar í málfræði

Gagnvirkar æfingar í málfræði

Gagnabanki með gagnvirkverkefni í íslenskri málfræði

Fjöldinn allur af æfingum um nafnorð,lýsingarorð, fallorð, sagnorð og smáorð.

Yngsta stig / miðstig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Málfræði

Málfræði - Stærri verk

Málfræði - Stærri verk

Yngsta stig / miðstig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Málfræði

Málfræði - Stök verkefni

Málfræði - Stök verkefni

Miðstig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Stafsetning

Stafsetning - Stakar gagnvirkar æfingar

Stafsetning - Stakar gagnvirkar æfingar

Yngsta stig / miðstig
Stærri
verk
Málfræði og málnotkun
Stafsetning

Stafsetning - Útprentanleg hefti

Stafsetning - Útprentanleg hefti

Hér getið þið nálgast hefti til útprentunar með æfingum í stafsetningu. Góðar leiðbeiningar fylgja, ásamt regluhefti og upplestrarblaði fyrir kennara.