Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur | skolavefurinn.is

Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur

Mið og efsta stig

Áhersla á hlustun og skilning er sífellt að aukast og hér getið þið nálgast vandað efni sem þjálfar allt í senn, hlustun, málskilning og orðaforða. Byggist námsefnið á því að nemendur horfa og hlusta á stutt myndbönd og svara spurningum úr þeim jafnóðum. Nú þegar eru komnar á fjórða tug æfinga. Hægt er að prenta út svarblöðin og nota efnið þannig í bekkjarkennslu með skjávarpa.