Hér getið þið nálgast og prentað út aragrúa af skemmtilegum sögum sem allar eru með verkefnum sem miðast fyrst og síðast við það að örva áhugann og efla almennan skilning. Margar af sögunum er einnig að finna á vefsíðum (sjá vefefni) og þar er hægt að hlusta á þær flestar upplesnar. Sögurnar henta vel til að upplestrar fyrir krakka og þá eru margar þeirra ágætar til þess að þjálfa lestrarhraða og færni.
Sögur með verkefnum
Útprentanlegt efni

Saga eftir Jóhann Magnús Bjarnason.(Það er rétt að nefna að upprunalegt nafn sögunnar var Auðkýfingurinn og auminginn, en okkur þótti ástæða til að breyta því.)

Sögurnar af bræðrunum frá Bakka, þeim Gísla, Eiríki og Helga, hafa skemmt ungum sem öldnum um langan aldur.

Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.

Úr Íslandssögunni - Um fyrstu ferðir norrænna manna til Íslands. (Naddoddur, Garðar Svavarsson.)

Úr Íslandssögunni - Um fyrstu ferðir norrænna manna til Íslands. (Hrafna-Flóki.)

Saga um gamla konu sem ákveður að kaupa sér grís en á erfitt með að koma honum heim af markaðnum.

Saga eftir ókunnan höfund. Skemmtileg dæmisaga um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir úlfúð og illindi með því að fara skynsamlega að ráði sínu.

Sagan segir frá hundi sem eignast stórt og safaríkt bein. Vinir hans eru svangir og vilja gjarnan fá bita. En hundurinn stóri vill ekki deila beininu sínu með neinum. En það kemur í ljós að græðgin getur farið illa með menn, og hunda.

Sagan segir frá kalífanum Al-Mansúr sem var annar kalífinn í röðum Abbasída og er talinn vera sá sem festi það embætti í sessi. Faðir hans var barnabarnabarn frænda Múhameðs spámanns, Abbas. Al Mansúr jók veldi Abbasída til muna er hann var á veldisstóli. Naut hann þar stuðnings persneskra hermanna. Hann gerði Bagdad að höfuðborg sinni.

Saga eftir óþekktan höfund sem segir frá atviki í æsku þekkts fransks tónskálds.

Haroun-al-Raschid var kalífi Abbasída á árunum 765–809. Segir töluvert af honum í Þúsund og einni nótt.

Lata stelpan er saga um litla stelpu sem nennir engu nema að leika sér. Hún vill ekki hjálpa mömmu sinni en þegar hún fer að leika sér í skóginum kemst hún að því að lífið er ekki einn stór leikur.

Ævintýri, nokkurn veginn eftir H.C. Andersen. Jónas Hallgrímsson þýddi og endursagði.

Saga um Loga sem fer á sumrin til afa síns og heyrir þar sögur af víkingnum Steingrími járnfæti. Afi hans segir sögur af miklum hetjudáðum Steingríms og finnst Loga fátt skemmtilegra en að hlusta á sögur afa síns af víkingnum ógurlega og að leika sér með hundinum Káti.