Haraldur Guðinason | skolavefurinn.is

Haraldur Guðinason

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Haraldar Guðinasonar verður sennilega sífellt minnst sem hins ógæfusama konungs sem ekki fékk setið á konungstóli nema nokkra mánuði og glataði landinu í hendur erlendra afla þegar hann beið ósigur fyrir Vilhjálmi hinum sigursæla árið 1066. En það eru samt engan veginn sanngjörn eftirmæli, því í raun virðist Haraldur hafa verið gott konungsefni og hefði eflaust orðið góður konungur ef hann hefði borið gæfu til að fá að sýna það í verki. Í Játvarðar sögu hins helga er honum lýst þannig: ,,Svá segja enskir menn, að Haraldur jarl Guðinason hafi verið fræknastur maður og bestur riddari í Englandi bæði að fornu og nýju.”