Jón Magnússon ráðherra | skolavefurinn.is

Jón Magnússon ráðherra

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Þó svo að nafn Jóns Magnússonar sé kannski ekki jafn þekkt og manna eins og Hannesar Hafsteins og Valtýs Péturssonar verður hans ávallt minnst sem eins þeirra manna sem ruddi veginn fyrir auknu frelsi Íslendinga og átti drjúgan þátt í að reisa þær vörður sem vísuðu veginn til fulls sjálfstæðis frá Dönum. Með þrautseigju og dugnaði tók hann þátt í að móta stefnu Íslendinga á viðsjárverðum tímum þegar brugðið gat til beggja vona um samband landanna og leiddi t.a.m. ríkisstjórn landsins þegar samningaviðræður við Dani hófust árið 1917 sem lauk með því að Ísland varð fullvalda ríki.