Jules Verne | skolavefurinn.is

Jules Verne

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn þekktasti rithöfundur Frakka og reyndar alls heimsins um miðja 19. öld var Jules Verne, en ásamt með enska höfundinum H. G. Wells var hann upphafsmaður vísindaskáldsögunnar, eins og við þekkjum hana í dag. Þó svo að sögur Vernes séu nú einkum lesnar af börnum og unglingum voru þær upphaflega skrifaðar fyrir mun stærri lesendahóp, og náðu jafnt til allra aldurshópa. Var Verne mjög uppfinningasamur í ritum sínum og gerði sér far um að endurspegla allt það nýjasta í tækni og vísindum sinnar samtíðar, þannig að fólki fannst það fræðast jafn mikið við lesturinn eins og það skemmti sér yfir ævintýralegri atburðarás. Í sögum sínum kom Verne víða við og í sögunni A Journey to the Center of the Earth, ferðuðust lesendur m.a. með honum til Íslands. Þekktasta saga Jules Verne er samt án efa Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (1873).