Bókmenntir | skolavefurinn.is

Bókmenntir

Blomsterkonen

Hér er á ferðinni nútímaævintýri eftir Per Jespersen um stúlkuna Suzan sem leggur í ferð til að kynnast heiminum.

De tre ønsker

Hér er á ferðinni nútímaævintýri eftir Per Jespersen um stúlkuna Suzan sem leggur í ferð til að kynnast heiminum.

Rejsen med guderne

Í grunninn er um að ræða sögu í tólf köflum sem unnin er úr íslensku goðafræðinni og segir frá því þegar guðirnir, Óðinn, Þór og félagar ákváðu að leggja land undir fót og skoða sig um í heiminum. Á vefsíðunni er boðið upp á upphleyptar orðskýringar og gagnvirkar æfingar. Þeir sem eiga erfitt með að lesa textann í hefðbundinni stærð geta einnig stækkað letrið að þörfum. Þá er eins og venjulega hægt að prenta kaflann út með góðum verkefnum.

Íslensk ævintýri

Flest ef ekki öll lönd eiga sín ævintýri, en það er með ævintýrin eins og með þjóðsögurnar að enginn veit hver hefur samið þau eða hver uppruni þeirra er. Vitað er að þau eru mjög gömul og ná allt aftur til Egyptalands til forna. Megintilgangur þeirra virðist hafa verið að skemmta fólki, en stundum geyma þau ákveðinn boðskap og jafnvel er hægt að draga af þeim einhvern lærdóm.

Sögur herlæknisins I: Hringurinn konungsnautur

Sögur herlæknisins eru eitt af stóru verkum heimsbókmenntanna. Þar er í annan stað sögð saga Svía og Finna um tveggja alda skeið, eða frá því Gústaf Adolf komst til valda fram á veldistíð Gústafs þriðja. Svo vitnað sé í orð þýðandans Matthíasar, þá mynda þær „samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. ...Fyrsta bindið hefir fyrirsögnina: „Gústaf Adólf og þrjátíuára-stríðið“; en 1. kafli þeirrar sögu heitir „Hringurinn konungsnautur“. Þessi hringur er rauði þráðurinn í vefnum.

Ferðir Münchhausens baróns

Efnið sem skiptist í 19 kafla er einkum hugsað fyrir 5.-6. bekk. Byggir það í grunninn á hinum stórskemmtilegu sögum um Münchhausen barón. Eins og alltaf er efnið bæði fáanlegt í vefútgáfu með gagnvirkum æfingum (þar sem hægt er að hlusta á kaflana upplesna) og til útprentunar með fjölbreyttum verkefnum og svörum. Verkefnin taka til flestra þeirra þátta sem kveðið er á um í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir áðurnefnda aldurshópa. Er hér á ferðinni frábær viðbót í almenna íslenskukennslu á miðstigi sem enginn má láta framhjá sér fara.

Síður

Subscribe to RSS - Bókmenntir