Verð: | 490 ISK |
H. C. Andersen þekkja flestir. Sögur hans hafa fylgt börnum til fullorðinsára um langan aldur og munu gera um ókomna framtíð. Eru þær bæði skemmtilegar, þroskandi og kenna oft á tíðum góða siði og breytni.
Í þessari kennslubók eru fjórar sögur úr smiðju Andersens og byggir textinn á þýðingum Steingríms Thorsteinssonar. Sögurnar sem um ræðir eru: Eldfærin, Prinsessan á bauninni, Tindátinn staðfasti og Ljóti andarunginn. Hverri sögu fylgja góð verkefni sem taka mið af markmiðum aðalnámskrár í íslensku fyrir 4.–6. bekk. Byggja verkefnin á efni sagnanna og þjálfa því lesskilning, en einnig eru æfingar í almennri málfræði, ritun, orðaforða o.m.fl.
Tilboðsverð:
Verð
490 kr.