Vanda málið (miðstig) | skolavefurinn.is

Vanda málið (miðstig)

 

Stuðningsefni við lesbók og vinnubók
Þetta er málið 1. og 2.

Stuðningsefni við lesbók og vinnubók
Ekki málið 1. og 2.

Stuðningsefni við lesbók og vinnubók
Minnsta málið 1. og 2.

Vanda málið er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Það að efnið sé heildstætt þýðir að hér er tekið á öllu sem tengist íslenskunáminu á einum stað. Ekki þarf sérstaka bók fyrir málfræði, stafsetningu eða bókmenntir og ljóð. Vanda málið myndar eina heild fyrir miðstigið og skapar samfellu í náminu sem er til mikilla bóta fyrir nemendur, kennara og foreldra.

 

Lausnir

Til að fá lausnir við verkefnum fyrir Vandamálið, sendu okkur tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is með beiðni um lausnir.

Um gerð námsefnisins

Vanda málið er unnið eftir kröfum Aðalnámsskrár grunnskólanna og tekur á öllu þáttum sem þar er getið. Skólavefurinn er útgefandi en höfundar efnisins eru þeir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri Skólavefsins, og Baldur Hafstað prófessor í íslensku á Menntavísindasviði HÍ. Sigurður Konráðsson prófessor og Þórður Helgason dósent, báðir á Menntavísindasviði HÍ, eru meðhöfundar efnisins. Námsefni þetta var rúm tvö ár í þróun og var það m.a. tilraunakennt í þremur stórum grunnskólum. Þannig var reynt að tryggja að efnið hentaði sem best þörfum og kröfum bæði nemenda og kennara.

Námsefnið sjálft

Efnið samanstendur af tveimur lesbókum og tveimur vinnubókum auk stuðningsvefs þar sem er að finna ógrynni efnis sem nemendur, kennarar og foreldrar geta nýtt sér. Höfundar efnisins hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á að reyna að fá foreldra í auknum mæli til að taka þátt í íslenskunámi barna sinna. Það var þess vegna sem ákveðið var að hafa tvo mikilvæga hluta stuðningsvefsins öllum opna án áskriftar að Skólavefnum. Þetta eru Hugtakaskýringarnar og Upplesturinn.

Hugtakaskýringarnar

Með því að fletta upp í hugtakaskýringunum má finna skýringar á helstu hugtökunum í íslenskunni á miðstiginu flokkuð eftir: Málfræði, Stafsetningu og Bókmenntum og ljóðum. Þetta auðveldar nemendum að vinna heimanámið og einnig foreldrum að aðstoða börn sín með námið.

Upplestur

Á stuðningsvefnum er að finna allar lesbækurnar í Vanda málið upplesnar. Þessi upplestur er öllum opinn til að nýta bæði heima og í skólanum. Nemendur geta hlustað heima fyrir í tölvunni eða halað niður og sett á iPodinn sinn! Þannig náum við að veita nemendum með lesraskanir mikinn stuðning í náminu. En jafnframt gefum við kennurum  kost á að leggja fyrir hlustun sem heimanám fyrir alla nemendur, jafnt seinlæsa sem hraðlæsa. Hlustunarskilningurinn er nefnilega ekki síður mikilvægur en hinn margumræddi lesskilningur.

Skólavefurinn.is

Þetta efni sem getið er hér að ofan er aðeins hluti þess stuðningsefnis sem fylgir með Vanda málið bókunum en með áskrift að Skólavefnum má nálgast leiðbeiningar með lestextum, gagnvirkar æfingar og aukaverkefni ýmisskonar. Með áskrift fáið þið svo aðgang að Skólavefnum og öllu því sem þar er að finna, námsefni fyrir alla frá grunnskóla upp í framhaldsskóla.