Ágústus keisari | skolavefurinn.is

Ágústus keisari

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ágústus keisari hefur stundum verið kallaður keisari keisaranna í sögu rómverska heimsveldisins og vilja margir meina að meðan hann var við völd hafi heimsveldið risið hæst. Það má þó deila um þetta því þó svo að hann hafi komið reglu á heimsveldið á upplausnartímum og stjórnað því af röggsemi, varð það til þess að lýðræðið leið endanlega undir lok og er enginn kominn til með að segja að það hafi ekki getað átt framtíð fyrir sér og kannski hefði saga heimsins þróast á allt annan hátt.