Florence Nightingale | skolavefurinn.is

Florence Nightingale

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Óhætt er að segja að hjúkrunarkonan framsækna, Florence Nightingale, hafi brotið blað í sögu hjúkrunar og kvenréttinda þegar hún hélt með 38 hjúkrunarfræðinga til Tyrklands að annast særða hermenn í Krímstríðinu árið 1854, nánast í óþökk yfirmanna hersins. Eftir stríðið stofnaði hún svo skóla fyrir hjúkrunarfræðinga og átti stóran þátt í því að bæta hjúkrun almennt og breyta viðhorfi manna til heilbrigðismála og þátttöku kvenna á þeim vettvangi sem og öðrum.