Gamal Abdul Nasser | skolavefurinn.is

Gamal Abdul Nasser

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Gamal Abdul Nasser var forseti Egyptalands frá 1956 til dauðadags árið 1970 á einhverjum mestu umbrotatímum í sögu landsins. Er óhætt að segja að hann hafi verið einn merkasti arabíski stjórnmálaleiðtoginn á 20. öldinni, ekki síst fyrir þá sök að honum tókst að endurvekja stolt araba eftir áratuga yfirráð Vesturveldanna. Þá hefur verið sagt að hann hafi átt einn stærstan þátt í því að koma Egyptum inn í nútímann og þykir smíði Aswan-stíflunnar eitt mesta afrek hans, en henni lauk sama ár og hann lést. Naut hann fádæma vinsælda út um allan hinn arabíska heim