Guðbrandur Þorláksson biskup | skolavefurinn.is

Guðbrandur Þorláksson biskup

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Það voru fremur dapurlegir dagar, sem liðu yfir Ísland um miðbik 16. aldar og næstu áratugi þar eftir. Búið var að stjaka heldur óþyrmilega burtu fornum sið og tekinn upp annar nýr, hin svonefnda siðbót sem enn hafði þó fáar rætur fest. Uppfræðslan í þeim sið nær engin og fólkið í lausu lofti. Þeir biskupar sem starfað höfðu eftir hinum nýja sið voru misjafnir og komu litlu í verk. Þá er það að Ólafur biskup á Hólum Hjaltason deyr árið 1569. Kusu Norðlendingar í annað sinn séra Sigurð á Grenjaðarstað til biskups í hans stað, en konungur hunsaði þá kosningu, kannski vegna þess að Sigurður var sonur hins mótþróafulla Jóns Arasonar biskups. Í stað Ólafs skipaði konungur ungan mann að nafni Guðbrand Þorláksson í embættið. Guðbrandur var hálærður maður, hafði lært í Kaupmannahöfn og síðan verið skólameistari í Skálholti í þrjú ár. Og þó svo að menn hafi í fyrstu verið þessu mótfallnir, þá reyndist þetta eitt hið mesta gæfuspor fyrir íslenska kirkju því Guðbrandur var maður framsýnn og lét verkin tala.