Vefslóð
Lýsing
Nú geturðu prentað út dæmablöð með orða- eða töludæmum eins og þú vilt. Þú getur valið gerð dæma, tölur sem birtast í dæmum og uppsetningu. Engin tvö dæmi verða eins. Auðvelt að velja dæmi sem henta hverjum nemenda. Í forritinu er hægt að prenta samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæmablöð eftir eigin höfði, þar sem hægt er að velja hvaða tölur eru í dæmunum, uppsetningu þeirra, hvort myndir eigi að vera á dæmablaðinu og margt fleira. Tölurnar í dæmunum eru valdar af handahófi og því hægt að prenta dæmablöð með nýjum tölum í hvert skipti. Jafnframt er hægt að fá tillögur að dæmablöðum fyrir einstaka bekki.