Þjóðsögur | skolavefurinn.is

Þjóðsögur

Baldur Hafstað tók saman
Verð:499 ISK

Við á Skólavefnum kynnum með stolti þrjár kennslubækur um íslenskar þjóðsögur eftir Baldur Hafstað, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, sem hugsaðar eru fyrir efsta stig grunnskólans. Nefnast þær:

„Baulaðu nú..."  (8. bekkur)
„Ég átti að verða prestskona"  (9. bekkur)
„Þá hló marbendill"  (10. bekkur)

Bækurnar eru að sjálfsögðu unnar í samræmi við þau markmið sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um fyrir umrædda aldurshópa í íslensku en bekkjartalið er þó einungis leiðbeinandi. 

Bækurnar samanstanda af völdum þjóðsögum sem Baldur hefur valið af kostgæfni og með hliðsjón af viðkomandi aldurshópi. Hverri sögu fylgir stutt umsögn þar sem farið er yfir sérkenni hennar og annað sem höfundur leggur áherslu á hverju sinni. Þá fylgja hverri sögu orðskýringar og greinagóð verkefni þar sem tekin eru fyrir eftirfarandi atriði: stílfræðileg atriði, umræður, munnlegur flutningur, efnisspurningar og hugleiðingar. 

Hér er á ferðinni bæði vandað og skemmtilegt námsefni sem kennarar mega ekki láta framhjá sér fara, enda nauðsynlegt að börn kynnist þessum sagnasjóði fortíðarinnar á aðgengilegan og fræðandi hátt. Höfum við lagt allt kapp á að gera þessar bækur vel úr garði bæði hvað varðar uppsetningu, myndskreytingar og allan almennan frágang. 

Stuðningssíða á vefnum okkar fylgir þessum bókum, þar sem m.a. er hægt að hlusta á sögurnar upplesnar.

Tilboð: Hægt er að fá allar bækurnar í einum pakka fyrir 499 krónur.

Verð

499 kr.

Vara