Efsta stig
The Door with Seven Locks
Þessi frábæra sakamálasaga hentar vel sem framhaldsefni yfir hálfan vetur eða heila önn. Er hún bæði aðgengileg í vefútgáfu og prentútgáfu og hefur reynst vel að samtengja báðar útgáfurnar í kennslu. Kaflarnir eru prentaðir út og afhentir nemendum sem lesa kaflana heima og vinna verkefnin sem fylgja þeim. Um leið og hver kafli er afhentur er hægt að hlusta á hann upplesinn á vefnum. Textinn er óbreyttur að öllu leyti frá upprunalegu útgáfu sögunnar og því er upplagt að láta nemendur glósa orð með hverjum kafla. Sagan telur í allt 33 kafla og ef tveir kaflar eru teknir á viku. hentar efnið í 17 vikur, en svo er líka hægt að láta efnið endast í heilan vetur eða svo og taka bara einn kafla í viku. Hér er á ferðinni gott efni sem gæti fengið nemendur að yfirstíga þann þröskuld að lesa heila bækur í ensku.
Efsta stig
The Thirty-nine Steps
Efnið er þannig uppsett að hægt er að nýta það á fjölbreyttan hátt. Grunnurinn er sagan The Thirty-nine Steps (Þrjátíu og níu þrep) eftir John Buchan, og geta notendur valið um að lesa hana af vefnum, prentað hana út og lesið hana þannig eða hlustað á hana upplesna. Þá er tilvalið að sameina tvær leiðir, og lesa textann og hlusta á upplesturinn samtímis. Sögunni er skipt upp í tíu kafla eða námsþætti. Er hugmyndin okkar sú að ein stund fari í hvern námsþátt í skólanum og þá einkum til yfirferðar á verkefnum og jafnvel hlustun á næsta kafla. Hverjum kafla fylgja svo efnisspurningar sem hægt er að láta nemendur vinna skriflega eða fara yfir munnlega.
Á vefsíðunni er einnig hægt að sækja sérstakt vinnuhefti og kennslutillögur. Í því hefti er að finna alls kyns verkefni og hugmyndir að verkefnum með sögunni sem kennari getur annað hvort ljósritað í heild sinni eða prentað út í stökum síðum. Verkefnin eru sjálfstæð hvert frá öðru og er hverjum í sjálfsvald sett hve mörg verkefni hann tekur. Hvetjum við kennara og nemendur að skoða það vel, því að þó sagan sé góð er ekki gott að ofgera henni með of mörgum verkefnum. Þarna er líka að finna upplýsingar sem við teljum að ágætt sé að skoða með nemendum áður til skýringar. Þar má nefna upplýsingar um höfundinn, John Buchan og stutta skýringatexta um fyrri heimsstyrjöldina og aðdraganda hennar. Við leggjum ríka áherslu á að kynna söguna vel fyrir nemendum, áður en hafist er handa við lesturinn, þ.e.a.s. höfund hennar, inn í hvaða samtíma hún er skrifuð og helstu undirliggjandi atburði. Í kjölfarið er svo rétt að gera glögga grein fyrir vinnuferlinu sjálfu, hve mikill tími er ætlaður í hvern námsþátt og hvaða kröfur eru gerðar til nemenda.
Námsefnið er einkum ætlað efstu bekkjum grunnskóla, fyrstu bekkjum framhaldsskóla svo og öðrum sem vilja bæta sig í ensku almennt.
Efsta stig
The Blockade Runners
Það er alltaf gott að þjálfa sig betur í enskunni og ekki er það verra ef hægt er að gera það með því að fylgja eftir skemmtilegri og vel skrifaðri sögu eins og þessari, The Blockade Runners eftir Jules Verne, sem margir þekkja af sögunni Umhverfis jörðina á 80 dögum.
Námsefni þetta er einkum hugsað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Hentar það líka vel þeim sem vilja bæta sig almennt í ensku, hvort heldur hlustunarskilning, orðaforða eða almennan málskilning.
Efnið er margskipt og hægt að nýta sér það á fjölbreyttan hátt. Grunnurinn er sagan sjálf, The Blockade Runners, og geta notendur valið um að lesa hana af vefnum, prentað hana út og lesið hana þannig eða hlustað á hana upplesna. Þá er tilvalið að sameina tvær leiðir, og lesa textann og hlusta á upplesturinn samtímis. Á vefsíðunni er einnig hægt að sækja vinnuhefti og kennslutillögur. Sagan er í tíu köflum.
Efsta stig
The Canterville Ghost
Hin sígilda saga The Canterville Ghost eftir Oscar Wilde er bæði vel skrifuð og leiftrandi af kímnigáfu höfundar.
Sagan er í sjö köflum og er bæði hægt að nálgast efnið í sérútbúinni prentútgáfu og í aðgengilegri vefútgáu þar sem hægt er að hlusta á hana upplesna. Einnig fylgir útprentanlegt hefti með góðum verkefnum.
Efsta stig
The Blue Hotel
Efsta stig
The Greek Interpreter
Gott efni bæði til að vinna með beint af vef og til útprentunar.
Góð verkefni fylgja öllum lesköflum.
Gagnvirkar orðskýringar.
Efsta stig
Father Brown
Fyrsta smásagnasafnið um föður Brown leit dagsins ljós árið 1911. Reyndar hafði Chesterton birt eina sögu ,,The Blue Cross” í tímaritinu ,,The Storyteller” árinu áður, en í þessari fyrstu bók ,,The Innocence of Father Brown”,voru ellefu sögur. Aðalpersónan í sögunum, kaþólski presturinn Brown, sem við fyrstu sýn verkar á mann sem klaufskur og óáhugaverður auli og eins ólíklegur og hugsast getur til að vera hetja í sakamálasögu, varð strax eftirlæti lesenda út um allan heim, svo að Chesterton sá sig knúinn til að búa til fleiri sögur um hann.
Efsta stig
The Dead Alive
Skemmtileg saga í 11 köflum með góðum verkefnum.
Hentar efstu bekkjum grunnskólans eða framhaldsskólum.
Efsta stig
Who killed Zebedee?
Skemmtileg saga í 8 köflum með góðum verkefnum.