NÝR SAMEINAÐUR SKÓLAVEFUR!!!

Við á Skólavefnum erum alltaf að reyna að bæta okkur og nú höfum við aukið vefinn umtalsvert og endurskipulagt hann frá a til ö. Er það von okkar að þessi breyting geri öllum notendum, bæði gömlum og nýjum, auðveldara að finna það efni sem hentar þeim og þeir leita að.

Þrír vefir! Ein áskrift!

Ein breytingin sem á eftir að koma mörgum að góðum notum er sú að við höfum sameinast vefnum framhaldsskoli.is en þar er að finna fjölbreytt efni sem tengist framhaldsskólum. Við erum sem sagt búin að bæta heilu námsstigi ofan á allt það sem fyrir var.

Í nýju uppsetningunni skiptum við vefnum í þrennt:

Til að byrja með höfum við gamla vefinn uppi við en notendur geta sótt nýja vefinn af forsíðunni og vanist honum smátt og smátt.

Við viljum vekja athygli á því að sumt af efninu skarast milli aldurshópa og er því að finna í tveimur flokkum.

LEIKSKÓLI

Við höfum skipt leikskólasíðunni í tvennt, þ.e. annars vegar efni til útprentunar og hins vegar gagnvirkt efni.

Útprentanlegi hlutinn hefur að geyma 17 verkefnabanka sem allir innihalda gríðarmikið safn af efni. Þá bætist nýtt efni við reglulega.

GRUNNSKÓLI

Á grunnskólasíðunni er efnið flokkað fyrst og fremst út frá námsgreinum eins og áður, en við höfum reynt að gera hana mun aðgengilegri og höfum útbúið vandaða leitarvél til að auðvelda ykkur að finna efni.

Eins og þeir sem til þekkja vita bjóðum við upp á gríðarmikið af góðu efni og þá bætist sífellt nýtt við.

Nýlegt efni:

Leskaflar í náttúruvísindum 1, 2 og 3

Leskaflar í náttúruvísindum er ný ritröð þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á öðruvísi lestexta en nemendur eru vanir. Hver lestexti tengist gjarnan fleiri en einni námsgrein og opnar þannig dyr í ýmsar áttir. Markmiðið er að vekja athygli á alls kyns fyrirbærum sem nemendur fara kannski á mis við annars staðar.

Stærðfræðigaman 1 og 2

Stærðfræðigaman er ný ritröð í stærðfræði sem við erum að fara af stað með. Ætlum við þar að útbúa skýrar og aðgengilegar bækur fyrir öll aldursstig. Hér kemur fyrsta bókin en hún er hugsuð fyrir 1. og 2. bekk.

Þá viljum við vekja athygli á efni sem notið hefur mikilla vinsælda:

Þetta er þó einungis bara brot af því vandaða efni sem er að finna á vefnum.

FRAMHALDSSKÓLI

Á Framhaldsskoli.is er boðið upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum. Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti.

Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, rafbókum og hljóðbókum

Spyrill

Það getur verið gott að læra í gegnum spurningar. Hér er hægt að nálgast spurningar úr völdum námsbókum og hins vegar alls kyns spurningar til að auka almenna þekkingu.

Námsbækur

Hér finnið þið efni sem tengja má við ákveðnar námsbækur. Í sumum tilfellum getið þið einnig nálgast bækurnar sjálfar, eins og Njálu, Eglu, Laxdælu og fl.

Stærðfræðiskýringar á íslensku

Hér getið þið sótt vandaðar skýringar á völdum atriðum í stærðfræði á myndbandi. Skýringarnar miðast enn sem komið er einkum við fyrstu áfangana.

Stafsetning

Hér getið þið nálgast allar helstu grunnreglur í íslenskri stafsetningu og þjálfað ykkur í glímu við gagnvirkar æfingar.

Málfræði

Málfræðin er söm við sig og á það til að vefjast fyrir fólki. Hér getið þið lært helstu reglur í íslenskri málfræði og þjálfað ykkur í völdum æfingum.

Rafbækur

Við bjóðum nú upp á stórt og vandað rafbókasafn með völdum bókum sem geta komið að gagni hvort heldur í námi eða skóla lífsins. Athugið að hér er einnig boðið upp á valdar bækur á ensku.

Hljóðbækur

Við bjóðum upp á fjölbreytt efni til að hlusta á úr ýmsum áttum. Hér getið þið t.a.m. hlustað á Íslendingasögur, þjóðsögur, skáldsögur og margt fleira.