Arnór jarlaskáld: Úr Þorfinnsdrápu og um...
Arnór Þórðarson jarlaskáld
Samkvæmt Boga Melsteð var Arnór sonur Þórðar skálds Kolbeinssonar og Oddnýjar eykindils í Hítárnesi. En frá Þórði segir í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Arnór mun hafa farið utan 1034. Hann kvongaðist í Orkneyjum og skapaði sér nafn ytra sem mikið og gott skáld. Auknefni sitt fékk hann af því að yrkja um þá Þorfinn Sigurðarson og Rögnvald Brúsason sem voru jarlar í Orkneyjum.