Fallorð - Skýringar á vef
Lærðu um fallbeygingu nafnorða, lýsingarorða og fornafna í íslensku.
Það hefur myndast hefð fyrir því að grunnskipta orðum í þrjá flokka og er þá tekið mið af málfræðilegum eiginleikum.
Þessir flokkar eru:
|
Ef við skoðum helstu einkenni hvers flokks fyrir sig, sjáum við að
- fallorð fallbeygjast en hin ekki.
- sagnorð breytast eftir tíðum eða tíðbeygjast.
- smáorð gera hvorugt, þ.e. þau fallbeygjast ekki og þau breytast ekki eftir tíðum.
Fallorðin greinast nánar niður í fimm orðflokka og smáorðin einnig. Hér sjáið þið það.
|
Fallorð
|
Sagnorð
|
Smáorð
|
|
Nafnorð Lýsingarorð Fornöfn Töluorð Greinir |
Sagnir |
Atviksorð Forsetningar Nafnháttarmerki Samtengingar Upphrópanir |
Verkefni:
- Hverjir eru þrír meginflokkar orða?
- Hvert er helsta einkenni fallorða?
- Hvert er helsta einkenni sagnorða?
- Hvert er helsta einkenni smáorða?