Sagnorð - Skýringar á vef

Kynntu þér beygingu sagna, tíð, hátt og persónu í íslensku.

Sagnorð eða sagnir gegna lykilhlutverki í máli fólks, bæði í ræðu og riti. Sagnir eru í langflestum setningum sem við myndum. Sagnorð eru um fjórða hvert orð í venjulegum texta. Orðabókarmynd sagnar kallast nafnháttur. Þessa mynd má finna með því að setja nafnháttarmerkið fyrir framan sögnina.

 

Dæmi: að sofa, að yrkja, að kalla, að koma

 

 

 

Verkefni 1

Hversu algengar eru sagnir í venjulegum texta?

 

 

Verkefni 2

Hvaða sagnmynd finnum við í orðabókum?

 

 

Verkefni 3

Líttu á málsgreinina hér að neðan og tilgreindu síðan orðabókarmynd (uppflettimynd) sagnorðanna í henni:

Ég syngi lagið ef ég kynni það (Svar: syngja, kunna)

 

Líttu nú á þessa setningu og skráðu orðabókarmynd sagnarinnar:

Ég kynni lagið á hátíðinni í kvöld (Svar: kynna)

 

Atriði sem þessi gætu reynst útlendingum erfið!