Smáorð - Skýringar á vef

Lærðu um forsetning, samtengingar, atviksorð og önnur smáorð.

Til smáorða eru oftast taldir fimm orðflokkar.

 

Hugtakið smáorð gæti valdið misskilningi. Þetta eru alls ekki allt saman stutt og smávægileg orð, sbr. smáorðin umhverfis og andspænis.

 

Þá eru þessir orðflokkar, þ.e. smáorðin, stundum skilgreindir sem óbeygjanleg orð.  Það er ekki gott heldur því sum smáorð beygjast (hér er átt við þau atviksorð sem stigbreytast). 

 

Smáorð eru:

  • Atviksorð
  • Forsetningar
  • Samtengingar
  • Nafnháttarmerki
  • Upphrópanir

 

 

Verkefni:

  1. Hvaða fimm orðflokkar teljast til smáorða?
  2. Hvers vegna er nafnið smáorð kannski ekki nægilega vel  lýsandi fyrir þessa orðflokka?
  3. Hvers vegna er líka erfitt að flokka þau sem óbeygjanleg orð?