Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið 
og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa. 

Þið smellið einfaldlega á bekk hér fyrir neðan og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.

Nýtt efni.

Fræðast nánar um prófin >>>

Bekkir

Til glöggvunar:

Þau markmið og gátlistar sem hér birtast eru sá grunnur sem við á Skólavefnum vinnum eftir í námsefnisgerð okkar í íslensku. Tekið er mið af Aðalnámskrá grunnskóla auk þess sem stuðst hefur verið við bekkjarnámskrár ýmissa skóla. 

Aðalnámskráin er góður stýrigrunnur og tekur fyrir heildræn markmið um það hvað nemendur eiga að læra og hafa á valdi sínu að loknu námi, en þar er ekki farið ítarlega í einstaka efnisþætti. Er sú vinna eftirlátin skólunum sjálfum og gefur hún þeim um leið kost á ákveðnu frelsi í yfirferð; þeir geta þá til dæmis lagað kennslu sína að ákveðnu námsefni og eigin áherslum. 

Skólavefurinn hefur nú útbúið heildstætt námsefni í íslensku fyrir öll stig grunnskólans. Til þess að auðvelda kennurum yfirsýn um námsefni okkar í íslensku töldum við æskilegt að setja fram þessi markmið og gátlista yfir þau atriði sem við teljum mikilvæg í hverjum árgangi. Til einföldunar og stuðnings bendum við auk þess gjarnan á aðferðir og leiðir til þjálfunar.  

Það má því komast svo að orði að það sem hér er sett fram jafngildi skólanámskrá á grunni Aðalnámskrár. Námsefnið velja síðan kennararnir sjálfir en okkur á Skólavefnum er það ánægjuefni að geta bent á að æ fleiri skólar hafa á síðustu misserum talið sér hag í að nýta sér það heildstæða námsefni í íslensku sem við höfum á boðstólum, þ.e. Vanda málið (miðstig) Tungufoss/Tungutak (unglingastig), og loks það efni sem ætlað er 1.–4. bekk og hefur fengið afar góð viðbrögð kennara sem hafa prufukennt það. Þá má benda á nýjungina Litabækurnar sem hafa að geyma fjölda lesskilningstexta fyrir hvern árgang grunnskólans.  

Hafa samband:

Ef þú hefur spurningar  eða athugasemdir er hægt að hafa samband í síma 551 6400 eða með tölvupósti skolavefurinn@skolavefurinn.is.