Herkúles og þrautirnar tólf
fréttir

Herkúles og þrautirnar tólf

Nú bjóðum við upp á söguna _Herkúles og þrautirnar tólf_ í nýrri endurgerð þar sem við höfum fært textann til nútímans og betrumbætt öll verkefni. **Lestrarvinnubók** Efnið fellur undir það sem við köllum lestrarvinnubók en slíkar bækur hafa notið mikilla vinsælda á vefnum okkar undanfarið. Bókin skiptist í 14 kafla og fylgja góð verkefni hverjum kafla.  **Vönduð vefsíða** Gagnlegar spurningar fylgja hverjum kafla og þá er á vefnum hægt að nálgast fjölvalsspurningar sem bæði er hægt að prenta út eða leysa gagnvirkt á vefnum. Þar er einnig hægt að hlusta á alla kaflana upplesna. **Kennsluaðstoð** Á vefsíðunni er einnig boðið upp á ítarefni með hverjum kafla fyrir kennara og þar er einnig hægt að sækja lausnir við öllum verkefnum.  **Um söguna** Sagan af Herkúlesi er goðsaga ættuð frá Grikklandi eða Hellas. Þar segir frá því hvernig þessi mikli kappi varð að leysa 12 þrautir til að bæta fyrir ódæði sem hann hafði unnið. Sagan er hluti af goðsagnaheimi Hellena, en þeirra blómaskeið stóð frá um 800 til 400 f.Kr. Hellenar trúðu á marga guði sem mynduðu eins konar fjölskyldu og tóku gjarnan þátt í lífi mannanna og ákváðu örlög þeirra. Um uppruna þeirra trúarbragða er margt óljóst, en sagnfræðingurinn Herodotos sem uppi var á 5. öld f.Kr. segir á einum stað að Hómer og Hesiodos hafi búið til kynslóð goðanna handa Grikkjum og kveðið á um ætt þeirra og eðli. Mun Hómer hafa verið uppi í kringum 800 f.Kr.
Heimalestur banner

Stöðupróf í íslensku

Hér getið þið nálgast skilgreind markmið og stöðupróf í íslensku fyrir valda aldurshópa.

Þið smellið einfaldlega á bekk og þá getið þið valið viðeigandi próf og séð þau markmið sem við teljum að liggi þeim aldurshópi til grundvallar.

Leit

Byrjaðu að læra í dag

Skoðaðu fjölbreytt efni fyrir alla aldurshópa og skólastig. Við höfum allt sem þú þarft til að ná árangri í námi.

🎯

Markviss árangur

Námsefni fyrir öll skólastig
🚀

Gagnvirkt

Skemmtilegt og þroskandi efni fyrir alla
📱

Til útprentunar

Frábært efni til útprentunar