Saga | skolavefurinn.is

Saga

H. C. Andersen

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Danski rithöfundurinn Hans Christian Andersen er í dag þekktur sem eitt mesta sagnaskáld allra tíma og hafa ævintýri hans verið þýdd á ótal tungumál og auðgað líf barna út um allan heim og veitt þeim gleði. En Andersen skáldaði ekki einungis upp ævintýri á prenti, því óhætt er að segja að ævi hans hafi verið eitt samfellt ævintýri.

Haraldur harðráði

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ein af litríkustu persónum Norðurlanda í kringum árið 1000 var Haraldur Sigurðsson hinn harðráði. Var hann hálfbróðir Ólafs konungs Haraldssonar og tók þátt í Stiklastaðaorrustu þar sem Ólafur féll árið 1030. Þaðan hélt hann austur í Garðaríki og um síðir allt suður til Miklagarðs þar sem hann gerðist höfðingi Væringja.

Haraldur Guðinason

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Haraldar Guðinasonar verður sennilega sífellt minnst sem hins ógæfusama konungs sem ekki fékk setið á konungstóli nema nokkra mánuði og glataði landinu í hendur erlendra afla þegar hann beið ósigur fyrir Vilhjálmi hinum sigursæla árið 1066. En það eru samt engan veginn sanngjörn eftirmæli, því í raun virðist Haraldur hafa verið gott konungsefni og hefði eflaust orðið góður konungur ef hann hefði borið gæfu til að fá að sýna það í verki.

Haraldur blátönn Gormsson

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Harald blátönn Gormsson ríkti í Danmörku frá u.þ.b. 940-945. Er hans helst minnst fyrir það að vinna kristinni trú brautargengi þar og þá þótti kona hans Þyri stórbrotin og góð kona; svo góð að hún hlaut viðurnefnið Danabót. Þó svo að Haraldur Gormsson komi ekki með beinum hætti við sögu Íslendinga var hann eitt af stóru nöfnunum í hinum norræna heimi á þessum tíma og hann nefndur í Heimskringlu Snorra Sturlusonar og víðar.

Gamal Abdul Nasser

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Gamal Abdul Nasser var forseti Egyptalands frá 1956 til dauðadags árið 1970 á einhverjum mestu umbrotatímum í sögu landsins. Er óhætt að segja að hann hafi verið einn merkasti arabíski stjórnmálaleiðtoginn á 20. öldinni, ekki síst fyrir þá sök að honum tókst að endurvekja stolt araba eftir áratuga yfirráð Vesturveldanna.

Galileo Galilei

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Eðlisfræðingurinn, stjörnufræðingurinn og heimspekingurinn Galíleo Galílei hefur verið nefndur upphafsmaður tilraunaeðlisfræðinnar. Galileo, sem fæddist á 16. öld, varð það á að lýsa því yfir opinberlega að jörðin og hinar reikistjörnurnar snerust í kringum sólu. Féll þessi sannleikur ekki í góðan jarðveg hjá kirkjunnar mönnum sem töldu hann stríða gegn boðskap Biblíunnar og hann varð að gjalda þess dýru verði.

G. K. Chesterton

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Enski rithöfundurinn og hugsuðurinn Gilbert Keith Chesterton var á sínum tíma flokkaður með höfundum á borð við J.R.R. Tolkien og George Bernard Shaw, sem einn af fremstu höfundum Breta. Þekktastur er hann þó sennilega fyrir sakamálasögur sínar um prestinn afkáralega, faðir Brown, sem enn þann dag í dag þykja með hugvitssamlegustu sögum þessarar bómenntagreinar.

Florence Nightingale

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Óhætt er að segja að hjúkrunarkonan framsækna, Florence Nightingale, hafi brotið blað í sögu hjúkrunar og kvenréttinda þegar hún hélt með 38 hjúkrunarfræðinga til Tyrklands að annast særða hermenn í Krímstríðinu árið 1854, nánast í óþökk yfirmanna hersins.

Ágústus keisari

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ágústus keisari hefur stundum verið kallaður keisari keisaranna í sögu rómverska heimsveldisins og vilja margir meina að meðan hann var við völd hafi heimsveldið risið hæst.

Stephen Crane

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Bandaríski rithöfundurinn Stephen Crane (1871-1900) skildi eftir sig djúp spor í bókmenntaarfi Bandaríkjanna og heimsins alls, þrátt fyrir að ná aðeins 28 ára aldri. Þekktastur er hann fyrir söguna ,,The Red badge of courage" sem hann skrifaði einungis 23 ára gamall.

Síður

Subscribe to RSS - Saga