Hvað er Skólavefurinn?
Námsaðstoð á netinu, í skólanum og heima
Skólavefurinn er námsvefur sem notaður hefur verið af skólum og heimilum með góðum árangri í 10 ár. Nær allir grunnskólar landsins eru með áskrift og nota vefinn í daglegu skólastarfi og meira en 20.000 heimili hafa á einhverjum tímapunkti nýtt sér vefinn.
Fyrir alla nemendur sem vilja bæta sig
Skólavefurinn hefur að geyma ógrynni námsefnis í fjölmörgum fögum fyrir alla aldurshópa, bæði stafrænt og útprentanlegt. Með því að þjálfa sig á Skólavefnum geta nemendur bætt sig í náminu burtséð frá því hvernig þeim gengur í skólanum, allir finna eitthvað sem hæfir þeirra getustigi.
Auðveldar foreldrum að aðstoða börn sín við námið
Margir foreldrar eiga fullt í fangi með að aðstoða börn sín við námið. Með Skólavefnum verður það auðveldara og er fjölbreytt framsetning námsefnis, þar sem tæknin vinnur með notendum, stór þáttur í því ferli. Myndbandskennsla, gagnvirkar æfingar og mikið af upplesnu efni auðveldar mörgum námið.
Vanda málið
Börn á leikskólaaldri (0 til 6 ára)
Leikskólasíðan
Leikskólasíðan er ætluð börnum á leikskólaaldri með ógrynni fróðleiks, þrauta og afþreyingar. Þarna er þó einnig að finna efni fyrir krakka í fyrstu bekkjum grunnskólans.
Hugmynda- og verkefnamappa leikskólanna
Hugmynda- og verkefnamappan hefur að geyma 150 vikuskammta með verkefnum og fróðleik í 6 flokkum. Það gera tæplega 1000 blaðsíður af verkefnum, fróðleik og skemmtun fyrir þá yngstu.
Léttlestrarbækur Skólavefsins
Léttlestrarbækurnar eru frábærar flettibækur fyrir þá sem eru að byrja að lesa, allur textinn er upplesinn. Léttlestrarbækurnar hafa reynst mjög vel í gegnum tíðina og fengið mikið lof frá foreldrum og kennurum.
Eplatalning
Skemmtilegur leikur fyrir þá sem eru að byrja að læra tölurnar. Krakkarnir eiga að telja eplin sem birtast á skjánum og fá stjörnur fyrir þegar þau gera rétt.
Feluleikur
Hvar í ósköpunum hefur litla músin falið sig? Krakkarnir eiga að lyfta hlutunum í herberginu til þess að finna músina. Einfaldur og góður leikur fyrir þá sem eru að uppgötva tölvur.
Stafagrín
Krakkarnir eiga finna ákveðinn bókstaf og draga hann með músinni inn í skýið. Þetta er skemmtilegur leikur fyrir þá sem eru að læra að þekkja stafinn sinn og stafina þeirra mömmu og pabba.
YNGSTA STIG - 1. til 4. bekkur (6 til 9 ára)
Krakkasíðan
Krakkasíðan er uppfull af fróðleik og skemmtun fyrir alla krakka. Sögur, leikir og fleira fyrir krakka frá leikskólaaldri upp í fyrstu bekki grunnskólans.
Fróðleiksmolar Skólavefsins
Á þessum aldri eru krakkar oft afar fróðleiksfúsir og þá er tilvalið að skoða fróðleiksmola Skólavefsins. Þeir henta krökkum á öllum aldri og eru í mörgum flokkum: dýraríkið, mannslíkaminn, heimurinn og fleira.
Ritum rétt
Ritum rétt er frábært stafsetningarforrit í fjórum þyngdarstigum. Nemendur geta valið um stafsetningaræfingar eftir bókstöfum og geta svo ýmist ritað orðið sjálfir eða dregið það í reitinn með músinni.
Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana
Sagan er úr safninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Hér hefur sagan verið einfölduð og unnin þannig að hún henti nemendum í 3. til 5. bekk. Sagan er upplesin og með gagnvirkum æfingum. Gott námsefni sem fjallar um hetjur, dreka og forynjur.
Sögur af Alla Nalla
Sögurnar hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur eru fyrir löngu orðnar klassískar. Þetta eru fallegar og hversdagslegar sögur um forvitinn og skemmtilegan dreng. Sagan er öll upplesin og henni fylgja einfaldar gagnvirkar æfingar og leikir.
Hraðaleikur í stærðfræði
Í þessum skemmtilega stærðfræðileik eiga krakkar að para sama einföld stærðfræðidæmi og rétt svör. Mörg borð og þyngdarstig en einnig er hægt að velja hvort tekin sé fyrir samlagning, frádráttur, margföldun eða deiling. Hér fara sko saman gagn og gaman!
MIÐSTIG - 5.til 7. bekkur (10 til 12 ára)
Róbinson Krúsó
Róbinson Krúsó er dæmi um heildstætt námsefni í íslensku en þar er tekið á öllum þáttum íslenskunnar. Sagan er klassík í bókmenntunum og er hér upplesin og með gagnvirkum æfingum.
Fólk í sögunni
Upplýsingar um ævi og afrek ýmissa þekktra aðila úr sögunni. Hverjir voru Galileo Galilei og Oscar Wilde?
Egils saga Skallagrímssonar
Ein stórbrotnasta Íslendingasagan. Hér eru allir kaflarnir upplesnir, með orðskýringum, gagnvirkum verkefnum og ýmsu ítarefni. Sögunni fylgir viðtal við Baldur Hafstað íslenskuprófessor og einn okkar helsta sérfræðing á þessu sviði.
Stærðfræði 7
Hér er á ferðinni vönduð bresk kennslubók í stærðfræði sem við höfum þýtt. Er hún notuð í skólum víða um land og nýtist frábærlega sem ítarefni og þjálfunarefni hjá þeim sem vilja æfa sig heima. Bókin fellur vel að markmiðum 7. bekkjar í stærðfræði.
Heimastjórnin
Í þessu vandaða verki er farið ítarlega yfir sögu heimastjórnarinnar og þeirra sem komu að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Vandaðir mynbandsannálar og sjónvarpsviðtal við Helga Skúla Kjartansson, sagnfræðing.
The Story of the Romans
Sagan um Rómverjana er áhugaverð og er hér sett fram sem heildstætt námsefni í ensku. Efnið er víða kennt en nýtist einnig frábærlega heima fyrir fyrir alla þá sem vilja bæta sig í enskunni. Efnið er fyrst og fremst hugsað fyrir 5.-7. bekk, en getur nýst vel eldri bekkjum allt eftir því hvar menn eru staddir. Útprentanlega efnið er skemmtilega myndskreytt með vel uppsettum verkefnum. Sagan er öll upplesin á vefnum.
UNGLINGASTIG - 8. til 10. bekkur (13 til 15 ára)
Stærðfræðiskýringar Skólavefsins
Stærðfræðiskýringar Skólavefsins taka fyrir 80 algeng hugtök úr stærðfræðinni og skýra með aðstoð myndbandskennslu og sýnidæma. Þessar skýringar hafa reynst frábærlega fyrir þá sem eiga í vandræðum með stærðfræðina.
Heimspekingar fyrr og nú
Heimspekingar fyrr og nú er samið af Geir Sigurðssyni, doktor í heimspeki. Farið er yfir sögu og helstu áhrifamenn heimspekinnar. Tæplega 60 kaflar, allt upplesið og með gagnvirkum æfingum.
Gagnabanki með gagnvirkum æfingum í málfræði
Hér höfum við útbúið hentugt þjálfunartól í íslensku en gagnabankinn inniheldur á þriðja hundrað gagnvirkar æfingar í málfræði. Æfingarnar eru flokkaðar í nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð og fallorð. Einfalt en árangursríkt, æfingin skapar meistarann.
Lestrarbók Skólavefsins
Það er nánast árlegur viðburður að heyra af slökum árangri íslenskra nemenda í lesskilningi samkvæmt Pisa-könnuninni. Lestrarbókin er hönnuð til þess að bæta lestur og lesskilning. Stigskiptir lestextar með upplestri og gagnvirkum efnisspurningum þjálfa lesskilninginn. Textarnir eru sérvaldir og innihalda gagnlegan fróðleik úr samfélagsfræði, sögu og fleiri greinum.
Sýnisbók íslenskra bókmennta
Veglegt safn með æviágripum og verkum eftir meira en 50 íslenska höfunda og alltaf bætast fleiri við. Hver var Gunnar Gunnarsson? Flettið því upp í sýnisbókinni. Einnig fylgja gagnvirkar æfingar mörgum verkum og hluti efnisins er upplesinn.
Íslensk málfræði
Hér er farið yfir flest þau málfræðihugtök sem nemendur vinna með á unglingastigi. Myndbandskennsla fylgir hluta skýringanna og gagnvirkar æfingar hjálpa nemendum að glöggva sig á því hvernig unnið er með þessi hugtök. Þetta efni nýtist vel sem uppflettirit í íslenskri málfræði.
FRAMHALDSSKÓLINN (16 ÁRA OG UPP ÚR)
Framhaldsskoli.is
Framhaldsskoli.is er nýr námsvefur fyrir framhaldsskólanema og hefur að geyma efni af Skólavefnum fyrir framhaldsskólastigið auk efnis sem ekki er að finna á Skólavefnum. Vefurinn auðveldar nemendum á framhaldsskólastigi að finna efni en hentar einnig fullorðnum sem eru að snúa aftur í nám.
Stærðfræðikennarinn
Myndbandskennsla í stærðfræði á ensku. Allar valmyndir og inngangur í hvert myndband á íslensku. Yfir 120 klukkutímar af vandaðri myndbandskennslu í framhaldsskóla- og háskólastærðfræði.
Hitt og þetta - úr ýmsum áttum
Leikir fyrir þá yngri
Hér er að finna fullt af skemmtilegum leikjum fyrir yngri kynslóðina. Athugið að engir tenglar eru út af Skólavefnum og allir leikirnir búnir til af okkur þannig að hér er öruggt leikumhverfi fyrir börnin á netinu.
Stuðningssíða fyrir lesblinda nemendur
Á stuðningssíðu okkar fyrir nemendur með lesraskanir er að finna efni af Skólavefnum sem hentar þessum hópi einkar vel. Hér er um að ræða efni sem er gagnvirkt, myndrænt, upplesið, með stækkanlegu letri og með myndbandskennslu. Síðan auðveldar lesblindum að finna efni á Skólavefnum sem hentar þeim en við höfum í gegnum tíðina fengið ótal reynslusögur frá foreldrum og kennurum nemenda með lesraskanir varðandi það að vefurinn hafi nýst þeim afar vel.
Táknmálstengill
Táknmálstengillinn hefur að geyma fræðslu um táknmál og myndbandskennslu í táknmáli ásamt fleiru tengdu táknmáli. Að okkar mati ættu sem flestir að læra táknmál og hér er hægt að læra margt um það.
Krossgátu- og þrautahefti
Hér er að finna hefti sem við höfum gefið út á sumrin og eru stútfull af krossgátum og þrautum fyrir alla fjölskylduna, ómissandi í bílinn og bústaðinn.
Hvergelmir
Hvergelmir er blað fyrir fróðleiksfúst og lifandi fólk á öllum aldri. Hægt er að prenta það út og hafa með sér í fríið eða bara njóta þess í rólegheitum heima fyrir. Í blaðinu er boðið upp á áhugaverðar og skemmtilegar sögur (eftir valda höfuna eins og Charles Dickens, Guy de Maupassant o.fl.), þjóðlegan fróðleik, sagnfræði, krossgátur og margt fleira.
Litabækur
Fullt af litabókum til að prenta út. 12 þemabundnar litabækur með skemmtilegum og fallegum myndum. Nú er bara að gefa ímyndunaraflinu og litagleðinni lausan tauminn.

