Íslenska 2 | skolavefurinn.is

Íslenska 2: Málfræði, málnotkun og stafsetning

Á þessari síðu er að finna allt efni sem flokkast undir málfræði, málnotkun og stafsetningu en auk þess er þar einnig að finna efni í ritun og skrift. Við skiptum efninu í stærri verk og stök minni verk. Stærri verk eru það sem við köllum stundum heildstæða vefi, þ.e.a.s. þar fara saman útprentanlegt efni (bækur, hefti og stök blöð) og vefefni (vefsíður, hljóðskrár og gagnvirkar æfingar). 

Íslenska 2

Tungutak 1: 2. Nafnorð

Tungutak I er vinnubók í íslensku á unglingastigi grunnskólans ásamt Tungutaki II og Tungutaki III. Tungutak er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Í Tungutaki er um að ræða afar fjölbreytileg verkefni, ekki aðeins í málfræði og stafsetningu, heldur einnig og ekki síður í almennri málnotkun og framsetningu texta. Stílfræðileg atriði eru rædd ásamt hugtökum í bókmenntafræði og bragfræði.

Efninu er ætlað að glæða áhuga ungmenna á íslensku máli og menningu og styrkja þá í að ræða um tungumál og texta með hjálp lykilhugtaka í málfræði. 

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 2