Krakkasíðan - Um síðuna | skolavefurinn.is

Krakkasíðan - Um síðuna

Á þessa síðu höfum við safnað saman efni sem hentar yngri notendum eða krökkum á öllum aldri eins og við viljum kalla það. Það gefur augaleið að erfitt getur reynst að flokka svo fjölbreytt og víðtækt svið, en við höfum reynt að leysa það eins vel og við gátum, en allar ábendingar eru vel þegnar. Í grunninn höfum við skipt síðunni  í tvennt. Annars vegar erþað Gagnvirkt efni (vefsíður) og hins vegar útprentanlegt efni (pdf). Boðið er upp á fjölda efnisflokka og mikið efni í hverjum, einkum í útprentanlega hlutanum.  Hvetjum við áhugasama til að kynna sér vel allt það efni sem hér er að finna. Þið og börnin munuð bara græða á því.